Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Síða 103
93
ber mánuÖi um haustiÖ og vorum við hjá ]>eim um vetur-
inn. Haustveríðin sóð yfir til jóla.. Veiddist þá mest
smáfiskur, en meö vetrarvertíðarbyrjun, eftir jól byrjaði
þorskveiðin. Var róið á áttæringum framan af, meðan
langt þurfti að sækja, en eftir að fiskur gekk á grunnmið
skiftu menn sér niður á smærri báta og réru ýmist tveir
eða fjórir á bát.. Allur fiskur var dreginn á handfæri.
Afli var fremur rýr þennan vetur, en samt höfðum við
dágott upp úr hlutum okkar. Um jólin gengum við inn
í (áarð, til þess að heilsa upp á kunningja okkar frá haust-
inu.
Um haustið sendi eg hestinn, sem eg reið suður, aust-
ur aftur með manni, sem var að flytja vermenn. Kom
hann hestinum fyrir hjá bónda í Landeyjunum. Um
veturinn skrifaði bóndinn mér og bað mig að leyfa sér
að járna hestinn. Eg leyfði honum það. Um vorið
geklc eg austur í Landeyjar. En þegar eg kom þangað
sem hesturinn var, var hann enn ójárnaður. Sagði bónd-
inn mér þá að ómögulegt væri að járna hann. Mér þótti
það ótrúlegt og gekk með honum í hesthúsið. Þegar eg
kom þangað, hneggjaði hestúrinn upp á mig, rétt eins og
hann þekti mig. Járnuðum við hann svo og stóð hann
grafkyr, þegar eg lyfti upp fæti á honum. Alt ferðalagið
heim gekk okkur Vigfúsi mjög vel. Þetta var í maí um
vorið.
Næsta haust fórum við aftur suður og voru þá fjór-
ir menn aðrir í för með okkur^ svo að við vorum sex
saman. Einn þeirra, sem meS okkur var, var Lárus
Pálsson, smáskamtalæknir, sem síðar bjó mörg ár á Sjón-
arhóli á Vatnsleysuströnd og síðast í Reykjavík, þar sem
hann andaðist nú fyrir nokkrum árum. Þetta var í fyrsta
skiftið, sem Lárus fór suður. Hann var þá byrjaður að
fást við lækningar og var þá þegar búinn að fá orð á sig
fyrir þær. Strax og við komum út í Álftaver fór fólk