Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 110
100
Jdví fje upp í kostnað við friðunina, Þingvallanefnd má
ráða umsjónarmann á Þingvöllum til 5 ára í senn.
7. gr.
011 óhjákvæmileg útgjöld við verndun Þingvalla
samkvæmt Iögum þessum greiðast úr ríkissjóði,
8. gr.
Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglugerða, sem
settar eru samkvæmt þeim, varða sektum, alt að 1000 kr.,
eða einföldu fangelsi, alt að 3 mánuðum, ef miklar sakir
eru, nema brot sje svo vaxið, að þyngri refsing liggi við
að öðrum lögum.
Mál út af brotum skulu sæta meðferð almennra
lögreglumála.
9. gr.
Lög b essi öðlast þegar gildi.
Hversu margir menn
geta lifað á jörðinni?
Prófessor Albert Penck, nafnkendur landafræðingur
í Berlin á þýzkalandi hélt nýlega vísindalega fyrirlestra
um það, hversu mörgu fólki jörðin geti framfleytt. Hann
færði áheyrendum sínum heim sanninn um það mrð
óhrekjandi tölum að ótti sá, sem oft kemur í ljós, um að
fólkið muni bráðum verða of margt á jörðinni, sé með
öllu ástæðulaus.
Sannleikurinn er sá að fólksíjöldinn nú er aðeins
lítið brot af öllum þeim grúa, sem gæti fundið fæði og
húsaskjól á yfirborði jarðarinnar.
Tala allra manna á jörðinni er um 1800 miljónir.
Penck heldur því fram, að allar heimsálfurnar geti fætt
að minstu kosti 8 biljónir manna. Eftir því er íbúatalan