Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 114
104
sitt; hann gerði út leiðangra í fiðrildaleit til Austurlanda,
Afríku, Noröur—og Suður—Ameiíku, um Evrópu og til
eyja í öllum höfum. Einnig keypti hann mikið af söfnum
annara manna.
Þessi nafnkunni prentari og vísindamaður óskaði
þess að hið flokkaða fiðrildasafn, sem hann hafði dregið
saman úr öllum heimi yrði keypt sem heild af einhverju
safni á Frakklandi. En umráðendur dánarbús hans skiftu
safninu í sundur og seldu um tvö hundruð þúsund fiðr-
ildi til einstakra manna í ýmsum löndum og átta hundr-
uð þúsundir, sem eftir voru, til þrezka safnsins.
Það þurfti meira en mánuð til þess eð ganga frá
þeim hluta safnsins, sem var sendur yfir Ermarsund, Með
hverju fiðrildi er miði með lýsingu þess á, og allar lýsing-
arnar verður að þýða af frönsku á ensku áður en fiðrildin
verða sett til sýnis á náttúrugripasafnsdeild þrezka safn-
sins í Kensington.
Obenthuer byrjaði að safna fiðrildum sínum, þegar
hann var drengur, og hann sló aldrei slöku við þetta
uppáhalds aukastarf sitt. Það er honum ásamt vini hans,
vísindamanninum J. H. Fabre að þakka, að skordýra-
fræðin er nú viðurkend hjálparfræði við búfræðina.
Frá 1872 til 1902 gaf Oberthuer út tímarit “Etudes
d’ Entomologies”. I því birtust margar ritgerðir eftir
hann sjálfan. Areiðanlegleiki vísindamannsins og fjör
áhugamannsins einkendu ritgerðir hans. Hann kostaði
einnig of fjár til þess að gefa út bækur með prýðilegustu
myndum af bæði dag og nátt fiðrildum.
Hann dó 1924 áttatíu ára gamall, ánægður með að
vita, að hann hefði aukið við þekkingu manna og skildi
eftir ómetanlegan arf.
Einn hagyrðingurinn okkat' var staddur á íslenska kaffihús-
inu á Sargent Avenue með kunningja sínum fyrir skemstu. Ung
og ásjáleg meyja bar á borð. Spyr þá kunninginn skáldið, hvað
lionum sýnist um hana þessa, sem hér sé “ný af nálinni.” Svarar
þá skáldið samstundis: Mynnir á ljós og lóukvak,
litinn, gleði og vonar.
Hún er eins og Almanak
Olafs Thorgeirssonar.