Fróði - 01.01.1914, Side 12

Fróði - 01.01.1914, Side 12
FRóDI 7(5 tími af þessu. Mér íinst ég vera aí5 verða svo gömul. Ó, ham- ingjan hjálpi mér.” “HafiS þér virkilega lesið alt þetta í huga hennar? ESa eru þaS alt getgátur?” spurði nú frú Whittman forvitnislega. “Ég hefi lesið þaS alt saman. HugsiiS ySur einhverja tölu.” “Ja”, sagSi hún. “Sautján”. “Þa« er rétt”. “HugsiS yður setningu”. “Kötturinn okkar á ketlinga”. “Já, þaö er dásamlegt”. Nokkrir a'Srir fóru þá að taka eftir þessu samtali þeirra og hlusta ef þeir heyrðu hvaS þau væru a<5 tala. Rn frú Whittman bað gestina fara inn i setustofuna og drekka þar kaffi. Þangaö fóru menn svo. Þar höfðu þjónarnir raðað stólum öllum í annan enda herbergisins og snéru allir einn veg. Þar settust gestirnir, en Byron stóö frammi fyrir þeim. Þegar allir voru sestir, stóð Byron upp, gekk frarn fyrir þá og mælti: “Ái5ur en eg byrja að lesa hugsanir yöar, vildi eg leggja vi5ur öllum ráð eitt. En ráðið er þetta: Hugsið ekki um neitt það, sem þið vilduð ekki láta mig vita, því að eg fer frá einurn til ann- ars og les það i huga yðar, sem þér hugsiö, þá og þá stundina. Þessi herra t. d. fyrir framan mig, er núna einmitt að hugsa: “Ef þú gætir gjört þetta kunningi, þá gætir þú gjört mér lífiíS býsna leiðinlegt.” Iletherington varð rauður scm blóö, en allir fóru að skelli- hlægja. “Bull og vitleysa”. sagði Englendingurinn”; en það sást svo glögglega á öllu útliti hans, a<5 hér var nærri höggiS. “Þessi hefðarfrú”, mælti Byron, “er að hugsa um það, hvort búddingurinn muni gjöra sér nokkur ónot, og óska að hún heföi haft með sér pillurnar s'inar í töskunni sinni.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.