Fróði - 01.01.1914, Side 24
88
FRóDI
menn sem áttu acS ginna hann á afvikna staSi og rá<Sa hann af
dögum. En þacS dugði ekki, því að hann skynjaÖi hugsanir
hjartna þeirra álengdar og hló acS þeim, er þeir vildu véla hann
og fór aldrei mecS þeim.
En svo var þaÖ fjórÖa daginn eftir samtal þeirra hjónaefn-
anna, aÖ það kom fyrir. Þeir sáu, aÖ þeir gátu ekki komið hon-
um til að fara einum, og svo settu þeir út menn til að sjá fyrir
honum á leikhúsinu. Og þar skeði það. Þeir skutu á hann, er
hann var uppi á pallinum. Hann var rétt að taka af sér gleraug-
un. Skotið mistókst, það hitti hann ekki, en það hitti gleraug-
un, tók þau úr hendi hans og molaði þau mélinu smærra. Hann
hafði aldrei gagn af þeim framar.
En hann var orðinn auðugur og þetta seinasta atvik varð
til þess, að hún, sem hann elskaði hafði ekki á móti því, að
flýta giftingardeginum. Hún vildi vita, hvað honum liði og
mig minnir þau giftust daginn eftir, því það var svo áliðið um
kvöldið, að ekki var hægt að ná í nokkurn prestinn.
En gleraugun höfðu líka aðra þýðingu. Þau höfðu séð svo
mikið af óhreinleikanum, að þau vöruðu sig við að treysia
falsi og fagurmælum annara, þar af leiðandi urðu vonbrigði
þeirra þeim mun minni, og það besta var, að aldrei mistu þau
trúna hvort á annað.
Mjólkurlækningar.
Ch. Sanford Porter, M. D. Ph. C. (lauslega þýtt)
Mjólkurlækningar kalla menn það, er menn neyta engrar
næringar um lengri eða skemri'tíma en nýmjólkur. Kalla hér-
lendir menn það ‘milk diet’.
Sanford Porter, merkur læknir, segir um þetta:—að það
lækni blóðleysi, meltingarleysi, niðurgang, hægðateppu, bólgu
og sár í maganum ogþörmunum, kvef, Brights sýkina, gigtveiki
stirðnun, eða herðing slagæðanna og marga aðra sjúkdóma, sem
læknar eiginlega hafi engin önnur meðöl við.