Fróði - 01.01.1914, Side 28

Fróði - 01.01.1914, Side 28
92 FRóDI sem þola mjólkina vel, og geta drukkiS sína 6 potta yfir sólar- hringinn. Sumir eru þeir, sem ekki geta d^ukkið yfir 4 potta af mjólk- inni svo þeir fái ekki niSurgang, en bæti þeir þá viS mjólkina dá- litlu af heilmöluðu hveitibrauði og tyggi það vel og lengi, þá geta þeir aukið mjólkina. En ekki vil ég ráða mönnum til þess, af því, að ég er hrædd- ur um, að þeim yrði ekki jafngóð not af lækningunni. Hið helsta sem þeir geta reynt, er að drekka glas af soðinni mjólk fyrst á morgnanna og seinast á kvöldin, áður en þeir fara að sofa, og eta fáeinar “dates” á milli glasanna, sem þeir drekka af hráu mjólk- inni á daginn. Mjólkin skyldi drekkast á hverjum hálfum klukkutíma og lítið í einu til þess að jafna henni á allan daginn. Og ekki þurfa menn að drekka á nóttum nema menn vakni.—Best er að byrja kl. 6 að morgni og halda áfram að drekka á hverjum hálfum klukkutíma þangað til kl. 9 á kvöldin. Ætli maður sér að drekka aðeins 3 potta yfirsólarhringinn, þá er nóg að drekka 3 únzur í einu, en drekki maður 6 potta þá 6 únzur (6 únzur nálægt pela) Hver meðal maður fullorðinn, sem drekkur 4 potta af mjólk á dag með 3.5 afmjókurfitu—missir ekki holdin, en bætir öilu fremur við þau, einkum sé hann magur orðinn af vondri meltingu eða hálftærður af sjúkdómi. Aftur bæta þeir ekki við sig, sem holdugir eru, nema þeir drekki meira en 5 potta. Menn skyldu drekka einn pott af mjólk fyrir hvert fet af hæð sinni, og hafi þá mjólkin vanalegu fitu í sér, eða 3.5 pró- sent smjörs. Þetta mun nærri láta til að byrja með, og má svo annaðhvert auka það eða minka, eftir því hvernig meltingarfærin taka því. Stimir ætla hálfa únzu af mjólk fyrir hvert pund þyngd- ar mannsins. Þetta getur átt vel við börn, en það er oflítið fyrir fullorðna menn, sem magrir eru, og ofmikið fyrir feita menn og holduga. Hvað börn snertir þá á aðferð þessi vanalega mjög vel við þau. Alt sem nauðsynlegt er, er það, að láta þau skilja'og hlýða reglunum. En sé sjúkdómurinn hættulegur, svo sem hjartveiki, eða nýrnaveiki, þá þurfa þau um leið að hafa fullkomna hvíld og

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.