Fróði - 01.01.1914, Side 53
FRóDI
117
byggjast á andlegum og líkamlegum þroska maeíSranna, í þritSja,
fjórða og fimta lið. Og engin kona ætti að ganga í þá stöðu, eða
taka að sér þau störf, nema hún væri sannfærð um það, og findi
það hjá sjálfri sér, að hún væri til þess fallin og um það fær. Því
að það er hlutverk móðurinnar, að fæða af sér, næra með sínu
eigin blóði og byggja upp, veglegan hraustan líkama og göfuga
sál barnsins síns. Hún á einnig að móta og laga hin andlegu öfl
þess fyrir tíma og eilífð. Hún á að búa það undir mannlífið,
marka fyrir því leiðirnar, sem það verður að ganga um 50, 60,
70 ár, búa það út með hugmyndum um hið göfuga, háleita, sanna
og fagra.
Hún leggur eiginlega til líkama barnsins, frá henni tekur
barnið tilfinningar sínar, hina siðferðislegu og vitsmunalegu hæf-
ileika. Framkoma hennar og breytni er hin fyrsta fyrirmynd,
sem barnið hefur að fara eftir og breyta eftir í lífinu. Það er svo
margt og mikið sem barnið tekur frá henni, að það er varla mög-
ulegt að lýsa því.
Það er því ein hin þýðingarmesta athöfn að ganga í hjóna-
band, bæði með tilliti til konunnar, sem tekst þessar skyldur á
hendur og svo fyrir alt þjóðfélagið.
En því í ósköpunum er þá konunni varnað, að kjósa þann
mann, sem hún vill, til þess að eignast með honum börnin, sem
hún vildi að yrðu sem fullkomnust, fegurst og hraustust og gáfuð-
ust. Þetta er alt bull og vitleysa og óhæfa, þetta hið gamla fyrir-
komulag. Það eru leyfar hinna fyrri daga þegar menn bjuggu í
holum og hellrum, og konurnar voru teknar með valdi og dregnar
á hárinu í hellra inn þar sem brúðkaup þeirra var haldið. Þá
hafði hann það, sem sterkastur var.
Sannarlega ættu konur að hafa jafnan rétt til að biðja karla
sem karlar konu. Og í rauninni er réttarkrafa þeirra miklu sterk-
ari, því að það er konan, sem ber hið unga fóstur mánuðum
saman, fæðir það svo af brjósti sínu, hlúir að því og annast það
árum saman. Vissulega vill móðurin ekkifæða af sér veikluð
eða heilsulítil börn, eða gölluð og ófullkomn til sálar eða lík-
ama. Nei, það er æfinlega hennar hjartans ósk og löngun, að
barnið sitt verði fagurt og fullkomið og búið hinum bestu hæfi-
leikum.