Fróði - 01.01.1914, Side 59

Fróði - 01.01.1914, Side 59
FRÓDI 123 Þá er og nokkuS stór blettur mældur austur af Grande Prair- ie, og þó nokkuð til suðurs. Það er í kringum Sturgeon Lake og þó mest suður af því, eitthvað 1 0 township. Á öllum þessum blettum eru menn farnir að nema land, og ■sveitir og pósthús komin. Miklu víðar hafa menn unnið. Loftslag þar er eðlilegra norðurlandabúum. Þar eru sumar- næturnar björtu og dagurinn langi og hinir þýðu vindar af vestri. svo að þar eru jarðir og snjóleysur á vetrum. Kuldar og frost koma þar að visu, en þeir standa ekki lengi, og oftast er logn t>egar frost er mikið. Það haustar þar seint og vorar snemma. Vorið er mjög reglubundið, æfinlega komið 15. apríl, þá er snjórinn farinn, jörðin þýð og blómin farin að gróa. Og úr því vex hitinn jafnt og stanslaust til miðs sumars. September er æfinlega ágætis mánuður. Gripir ganga úti einkum í Pouce Coupie og Dunvegan sveitun- um og Spirit River. Gróður er þar líkur því, Sem er í suðrænum löndum, og stafar það af hinu langa sumri og milda lofti. Spirit River er sunnan við Dunvegan eins og sagt hefur verið en Pouce Coupie vestan við Dunvegan upp með Peacefljótinu. Miklu eru snjóar fljótari að fara þar, er vorar, heldur en hér í Manitoba eða Norður Dakota. Á hinni miklu sléttu er Grande Prairie nefnist, er land gott og skógur ekki mikill, en þó mun landið opnara og ríkara norður af ánni milli Dunvegan og Peace River Crossing, og langt þar norður af. Enda má marka það af því, að J. D. McArthur legg- ur þar járnbrautina beggja megin. Aðalbrautin liggur frá endan- um á Le^ser Slave Lake og stefnir til Smoky River yfir hana nokk- uð beina stefnu og til Dunvegan. En svo kvíslast önnur braut út úr henni nokkuð vestan við Slave Lake, og liggur til Peace River Cro^sing eitthvað 1 00 mílur norður og austur af Dunvegan. Það an frá Peace River Crossing á svo brautin að liggja í stórum sveig til norðurs og vestur til Dunvegan. Brautin er því sem voðamikil járntöng, og heldur í lokuðum kjaftinum mörg hund- ruð fermílum af einhverju besta landinu norður þar. En frá Dunvegan liggur svo aðalbrautin vestur í skörðin.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.