Fróði - 01.01.1914, Page 67
FRÓDI
131
Björn B. Halldórson
er Sonur Bjarnar Halldórssonar, frá HauksstöSum, og bróðir
Magnúsar læknis Halldórssonar og Halldórs heitins, er mynd
var af í blaÖi þessu fyrir nokkru.
Hann tók við búi af fötSur sínum á Mountain og bjó þar
ár nokkur, og hafði þreskivél. Seldi svo land sitt og fluttist
norður hingað. Bjó svo um hríð vestur í Clandeboye, Man.,
Seldi þar eignir sínar og keypti hótel og eignir aðrar í Cypress
River, Man. Eftir nokkur ár seldi hann þær og keypti Dominion
Hotel á Main Htr. í Winnipeg, og flutti hingað.
Björn er hár og þrekinn og karlmenni, dugnaðarmaður
mikill, og hefir honum græðst fé drjúgt úr litlum efnum, og
kann hann vel með að fara. Giftur er hann Lilju, dóttur Sveins
læknis Sölvasonar, úr Skagafirði, og eiga þau margt barna.