Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 6
o-
Úthýst. i i i ? ? ?
Jólahugleiðing.
o £ £
I.
HVARVETNA þar sem messað er í kristnum kirkjum, á jóla-
daginn, er fæðingarsaga ]esú lesin upp. Og hvarvetna munu
þeir, er hlýða á söguna, líta hana nokkuð ólíkum augum. Kunnugt
er, að skoðanir eru skiftar þar.
Sumir líta svo á, að ímYndunarafl alþýðunnar í fornkristni hafi
að mestu gert söguna úr garði eins og hún liggur nú fyrir. Aðrir
eru þeirrar skoðunar, að hún sé í flestum eða öllum atriðum raun-
veruleg, en enginn skáldskapur. Hver skoðunin er sanni nær, skiftir
ekki miklu máli. Því að í öllu, sem vér hyggjum veruleik, er ein-
hver skáldskapur, og í öllum skáldskap er einhver veruleikur.
En þótt skoðanir séu skiftar að þessu leyti, er okkur flestum eitt
sameiginlegt: Við unnum þessari yndislegu sögu eins og hún er.
Eg fletti upp á fæðingarsögunni og les. Venjulegast finnum við
þar ekki annað en fagnaðaróma. En nú fer á annan veg. Mér verð-
ur svo starsýnt á þetta: »Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði
hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir
þau í gistihúsinu«.
Ekkert rúm fyrir meistarann í híbýlum mannanna.
Eg staðnæmist við þetta aftur og aftur. Og það gengur mér
ekki úr huga.
Og eg sé að þessi ummæli fæðingarsögunnar eru skuggsjá, sem
sýnir margendurtekna og sorglega veraldar sann-reynd.
4