Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 15

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 15
stöku íslandsdeildar Guðspekisfélagsins, muni verða meðal annars til þess að gefa boðskap »Stjörnunnar í austri« byr undir báða vængi og opna honum aðgang að mörgum þeim hjörtum, sern hafa verið honum harðlokuð alt til þessa eða ósnortin. Þess vegna er eg gagntekin af fögnuði og þakklætistilfinningum, en jafnframt auð- mjúk og bljúg í huga, af því að mér finst svo mikil blessun hafa fylgt starfi okkar, að við höfum uppskorið meira en við höfum sáð og fyr en við eiginlega gátum búist við. En einmitt á slíkri fagnaðar- og uppskerustund, finst mér eöli- legt og velviðeigandi, að við leggjum öll fyrir okkur spurninguna: Hvers vænti eg af Meistaranum? Hverrar gjafar vænti eg af hon- um mér sjálfum til handa? Eða með öðrum orðum: Hvað flytur hún mér, vonin um endurkomu Meistarans mikla, sem við öll tign- um og tilbiðjunr? Vera má, að við höfum mörg, eða jafnvel flest, gengið í þetta félag, af því að við væntuni að finna þar rósir, eins og konan í ljóðfórninni, sem eg las upp áðan. Vonin um endurkomu hans fylti sálir okkar háleitum fögnuði. Okkur fanst um stund eins og allir jarðneskir erfiðleikar og sorgir yrðu að engu, og að hinn ófarni æfivegur hlyti að verða auðfarinn og yndislegur, af því að hann yrði uppljómaður af blikinu, er stafar af stjörnunni hans. Og þó var sú von dýrðlegust, að okkur mætti ef til vill auðnast að lifa það að sjá hann, þekkja hann og fylgja honum eftir. Og ef til vill hefur okkur fundist, að við hlytum að standa nær honum en þeir, sem bæru ekki gæfu til þess að sjá í tíma, að koma hans var í nánd. En ætli við gætum ekki öll kannast við það, að við höfum ekki fundið eintómar rósir — ef til vill enga, fremur en konan í Ijóð- fórninni. Hinir fánýtu jarðnesku munir, áhyggjur og sorgir náðu aftur valdi á okkur. Ahuginn fyrir boðskap »Stjörnunnar í austri« kólnaði; félagið hafði, þegar öllu var á botninn hvolft, svo ósköp 13

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.