Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 25

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 25
samvinna geti tekist með hinum helztu trúarbrögðum, nema því að eins, að margir leggist á eitt til þess að vinna sem fyrst bug á trúarhatrinu og undirbúa þannig konui trúarleiðtogans. Margir af þeim mönnum, er vona að ekki líði á löngu, unz trúarleiðtoginn kemur opinberlega fram, gera sér í hugarlund, að hann niuni meðal annars vinna að bræðralagi meðal allra trúarbragða. Og þess vegna ættum vér af fremsta megni að kosta kapps um að undir- búa komu hans á þessu sviði. Vér ættum nú þegar að reyna að koma sem flestum í skilning um, að trúarhrokinn geti ekki verið nokkurri guðdómlegri veru þóknanlegur. Þess ber þó að gæta, að þetta er ekki svo auðgert með oss kristnum mönnum, því að vér erum aldir upp í þeirri skoðun, að guð hafi alveg sérstakar mætur á einstökum þjóðum, kristnu þjóð- unum. Sú skoðun er arfur sem vér höfum fengið frá Gyðingum, er forfeður vorir tóku að nokkru leyti trú þeirra, ásamt þeirri trú, er Kristur kendi, og vér nú nefnum einu nafni kristindóm. En, ef vér viljum reyna að gera, þó ekki sé nema lítið eitt til þess, að trúarleiðtoganum veiti auðveldara en útlit er fyrir, að koma á bræðralagi með hinum ýmsu trúarbrögðum, þá verðum vér að gera oss það ljóst, að leiðin til þessa bræðralags er ekki nema ein. Eins og allir vita, er trúarhrokanum haldið við á meðal vor með því, að reynt er með ýmsum hætti að halda vorri trú fram sem afburðatrú. Hið fegursta og bezta, sem er til í henni, er oft borið saman við lítt skilin trúaratriði í öðrum trúarbrögðum og eru þá iðulega valin þau atriðin, sem þola einna sízt nokkurn sam- anburð. Við þetta magnast lítilsvirðingin hjá oss fyrir öðrum trúar- brögðum og trúarhrokinn heldur áfram að þrífast í akurlendi trúar- lífsins, þrátt fyrir hina sívaxandi mentun. En hvernig verður trúarhrokanum útrýmt, svo að umburðarlyndi og skilningur á hinurn meiri háttar trúarbrögðum og jafnvel á hin- um minni háttar einnig, fái rutt sér verulega til rúms? Það verður 23

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.