Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 27
leikans og hví skyldum vér þá ekki gera alt, sem í voru valdi stend-
ur, til þess að ryðja sem flestum röngum skoðunum úr vegi hans?
Hitt er annað mál, að vér þurfum ekki að prédika mönnum
önnur trúarbrögð. Kristindómurinn er trú vor kristinna manna. Þvi
að þótt vér sjáum, að hann hafi spilst allmikið frá því fyrsta og sé
í raun og veru orðinn í mörgum atriðum gagnólíkur því, sem hann
var, til dæmis á dögum postulanna, þá er hann samt sem áður sú
trú, sem forsjónin virðist hafa álitið oss henta bezt að alast upp með.
En vér ættum samt að vera fúsir á að viðurkenna önnur trúarbrögð,
sem góð og nytsöm, þar sem forsjónin sýnist hafa viðlíka miklar
mætur á þeim og hinni kristnu trú. Því að eins og kunnugt er, lætur
hún millíónir sálna alast upp við þau enn í dag, af því að þau
hafa auðsjáanlega ýms andleg þroskaskilyrði, sem kristindómur-
inn hefir að líkindum ekki. Þau henta því annarrar trúar mönnum,
að sínu leyti eins og kristin trú hentar oss, sem kristnir erum. Og
þar sem forsjónin elur auðsjáanlega önn fyrir öllum sínum börnum
í andlegum efnum, og heldur við hinuni ýmsu trúarbrögðum, lætur
þau blómgast og bera margvíslega blessunarríka ávexti, ættum vér
vissulega að vinna að því að glæða sem mest samúð með hinum
ýmsu trúmönnum, svo að þeir geti tekið höndum saman til eflingar
guðsríkis, eða með öðrum orðum: Vinnum að því að greiða sem
mest fyrir bræðralagi trúarbragðanna. Þau eru öll af sömu rótinni
runnin og miða öll að hinu sama: að gera mennina betri.
Nú sem stendur, leggja margir hinir mestu hugsjónamenn þjóðanna
mikið á sig til þess að fá komið á stjórnarfarslegu bandalagi í heii-
um heimsálfum. Það er eins og mönnum sé það miklu ljósara nú
en nokkru sinni áður, að heill þjóðanna og hagsæld er að miklu
leyti undir því komin í framtíðinni, að þær hneigist nieira í bræðra-
lagsáttina en að undanförnu. En er hugsanlegt að þjóðabandalög geti
orðið affarasæl eða langlíf, ef þau eru að eins reist á eigin hags-
munavonum og engu öðru?
4
25