Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 28

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 28
Bandalag trúarbragðanna. Nú síðast Iiðið sumar var stofnaður félagsskapur, er hefir sett sér fyrir mark og mið að vinna að bræðralagi meðal trúarbragð- anna. Forvígismenn þessa félagsskapar þykjast sjá, að þar sem trúar- lífið er einn meginþáttur hugsanalífsins, bæði með heilum þjóðum og einstaklingum, verður að taka fult tillit til þess nú, þegar reynt verður að stemma stigu fyrir því að hatur þjóða á milli geti leitt af sér aðrar eins hörmungar og það hefir gert hin síðustu árin. Þjóðernishatrið líður aldrei að fullu undir lok, ef trúarhatrið, sem talið hefir verið einhver hin heiftúðugasta tegund hatursins, fær að leika lausum hala, án þess að nokkuð sé aðgert. Forvígismenn þessa félagsskapar (the League of Religions), ætlast þó ekki til þess, að nokkur félagsmaður hans hneigist að nokkru leyti frá trú sinni; síður en svo. Hann getur skoðað trú sína áfram sem full- komnustu trúna. En hann reynir að hafa þau áhrif á trúbræður sína, að þeir vinni að því að vernda friðinn með þjóðunum. Dandalag trúarbragðanna, segja þeir, á að vera hin andlega eftirmynd af því þjóðabandalagi, sem verið er að reyna að koma á laggirnar. Það á að vera sem samvizka þjóðanna, er varar þær við að steypa sér út í taumlausa eigingirni, er leiðir fyr eða síðar af sér stríð og blóðs- úthellingar. Vér skulum reyna, segja forvígismenn þessa bandalags, að halda vörð um friðinn í heiminum. Slíkur félagsskapur ætti að eiga og á, að öllum líkindum, víst fylgi, þar sem félagsmenn »Stjörnunnar í austri« er að finna. Þeim ber framar flestum öðrum að vinna að sætt og bræðralagi með öll- um trúarbrögðum, sökum þess, að þeir vænta komu trúarleiðtogans, mannkynsfræðarans, sem kemur ekki að eins til þess að kunngera einhverri einstakri þjóð eða trúarbragðadeild sérstök sannindi, heldur til þess að hjálpa öllum þjóðum. Vér sjáum í þessu, sem í svo mörgu öðru, að unnið er á ýmsum 26

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.