Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 30

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 30
arinnar við jarðveginn, sem hún er vaxin upp úr. Þessi hollvættur mannkynsins, hugmyndin um guð, hefir orðið ti! þess að glæða stöð- ugt hið andlega líf í mannssálunum, eða að rninsta kosti, að halda því við, Hver er uppruni hennar? Menn hafa brotið mjög heilann um það, hver muni vera uppruni þessarar hugmyndar, og hefir hún orðið mörgum fræðimanninum ærið torskilið viðfangsefni. Það hafa því oft orðið ærið sundurleitar skoð- anir um hana, eins og flest annað, sem miklu máli skiftir. Vísindin hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að grafa fyrir rætur hennar, en eru nú litlu nær en þegar þau byrjuðu. Það er og ofur skiljanlegt, að þeim hafi ekki orðið mikið ágengt í þessum efnum, sökum þess, að þeim hefir ekki enn þá tekist að grafast fyrir um uppruna mannkynsins. Því að hvernig er hugsanlegt, að þeim lánist að grafast fyrir um uppruna einnar hinna elztu hugmynda mannkyns- ins, á meðan þau vita ekki einu sinni hver er uppruni hinna elztu þjóða, sem nú eru uppi? Og eins og kunnugt er, má það heita sannaður hlutur, að margar og miklar þjóðir og þjóðflokkar hafa verið uppi og liðið undir lok á hinu langa tímabili, sem litlar eða engar sögur fara af og nefnt hefir verið ómunatíð. Sumir fræðimenn hafa viljað halda þeirri skoðun ríkt fram, að hugmyndin um guð eða drottin allsherjar muni eiga rætur sínar að rekja til ófullkominna og einfeldnislegra hugmynda, er þjóðirnar hafa, þegar mannkynið var í bernsku, gert sér um anda framlið- inna manna og hinar og þessar huliðsverur. En svo eru aðrir, sem álíta, að sú skoðun geti ekki náð nokkurri átt. Hinar vísindalegu rannsóknir, segja þeir, hafa leitt það ótvírætt í ljós, að hugmyndin um drottin allsherjar er mannkyninu meðfædd. Hversu langt sem vér rekjum feril mannkynsins aftur í aldirnar, segja þeir, þá rekum vér oss alt af á hugmynd þess um hinn æðsta guð eða drottin 28

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.