Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Qupperneq 31

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Qupperneq 31
allsherjar. Og hana er ekki að eins að finna í fornum frásögum og munnmælum, er hafa lifað á vörum þjóðanna frá ómunatíð, heldur einnig í trúarhugmyndum þeirra þjóðflokka, sem standa enn þá á hinum lægstu stigum menningarinnar og eru enn í dag sem sýnishorn af mannkyninu, þegar það var á bernskuskeiði. »Vér finnum«, segir Andrew Lang í hinu fræga riti sínu, Mak- ing of Religion, »hjá þjóðum, sem skemst eru á veg komnar, af þeim þjóðum sem nú eru uppi, hjá mönnum, sem eru komnir að eins lítið eitt upp fyrir það menningarstig, er hinir eldri steinaldar- menn stóðu á, og hjá mönnum, sem eru haldnir hinni ömurlegustu draugatrú, — finnum, segi eg, trúarhugmynd, sem á vissulega ekki rót sína að rekja til draugadýrkunar, því að þeir tigna ekki anda feðra sinna. Og vér finnum í hjörtum þeirra, í tungu þeirra og allri siðferðis- viðleitni, — innan um allar hégiljurnar og hjátrúarsiðina, sem eiga alt annan uppruna, — finnum trú á veru, sem á að hafa skapað veröldina eða smíðað, löngu áður en nokkur man eftir því, er gerð- ist. Vera þessi er eilíf og ódauðleg. Hún er og réttlát og elskar alt mannkynið. Hún er altaf söm og jöfn og henni hnignar aldrei. Bústaður hennar eða bólfesta er »uppi meðal stjarnanna«, en ekki uppi á reginfjöllum né í húsum inni. Henni eru ekki hlaðin ölturu, sem reyk leggur upp frá og hennar vegna er engu blóði úthelt«. Þetta er sú guðshugmynd, sem blasir við oss innan um hinar einfeldnislegustu trúar — eða öllu heldur hjátrúarhugmyndir — hinna lítt siðuðu þjóða. Það verður, ef til vill, ekki sagt, að hún sé fullkomin, en hún er samt miklu háleitari en hugsanlegt er, að heili hins menningarsnauða manns hefði getað smíðað sér, ef hann hefði ekki notið styrks hins guðræna eðlis, er leynist með honum sjálfum. Hinsvegar má auðvitað gera ráð fyrir því, að þessar hug- myndir villimanna, séu leifar þeirra trúarbragða, sem horfnar menn- ingarþjóðir höfðu í ómunatíð; en það má líka ganga að því vísu, 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.