Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 31

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 31
allsherjar. Og hana er ekki að eins að finna í fornum frásögum og munnmælum, er hafa lifað á vörum þjóðanna frá ómunatíð, heldur einnig í trúarhugmyndum þeirra þjóðflokka, sem standa enn þá á hinum lægstu stigum menningarinnar og eru enn í dag sem sýnishorn af mannkyninu, þegar það var á bernskuskeiði. »Vér finnum«, segir Andrew Lang í hinu fræga riti sínu, Mak- ing of Religion, »hjá þjóðum, sem skemst eru á veg komnar, af þeim þjóðum sem nú eru uppi, hjá mönnum, sem eru komnir að eins lítið eitt upp fyrir það menningarstig, er hinir eldri steinaldar- menn stóðu á, og hjá mönnum, sem eru haldnir hinni ömurlegustu draugatrú, — finnum, segi eg, trúarhugmynd, sem á vissulega ekki rót sína að rekja til draugadýrkunar, því að þeir tigna ekki anda feðra sinna. Og vér finnum í hjörtum þeirra, í tungu þeirra og allri siðferðis- viðleitni, — innan um allar hégiljurnar og hjátrúarsiðina, sem eiga alt annan uppruna, — finnum trú á veru, sem á að hafa skapað veröldina eða smíðað, löngu áður en nokkur man eftir því, er gerð- ist. Vera þessi er eilíf og ódauðleg. Hún er og réttlát og elskar alt mannkynið. Hún er altaf söm og jöfn og henni hnignar aldrei. Bústaður hennar eða bólfesta er »uppi meðal stjarnanna«, en ekki uppi á reginfjöllum né í húsum inni. Henni eru ekki hlaðin ölturu, sem reyk leggur upp frá og hennar vegna er engu blóði úthelt«. Þetta er sú guðshugmynd, sem blasir við oss innan um hinar einfeldnislegustu trúar — eða öllu heldur hjátrúarhugmyndir — hinna lítt siðuðu þjóða. Það verður, ef til vill, ekki sagt, að hún sé fullkomin, en hún er samt miklu háleitari en hugsanlegt er, að heili hins menningarsnauða manns hefði getað smíðað sér, ef hann hefði ekki notið styrks hins guðræna eðlis, er leynist með honum sjálfum. Hinsvegar má auðvitað gera ráð fyrir því, að þessar hug- myndir villimanna, séu leifar þeirra trúarbragða, sem horfnar menn- ingarþjóðir höfðu í ómunatíð; en það má líka ganga að því vísu, 29

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.