Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 38

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 38
»Eg lít, ó, guð, alla guðina í þér. . . . Líkami þinn á sér engin takmörk, af því, að þú ert alstaðar. . . . Þú ert sem ljóshaf, er lætur ljósmagn sitt falla í allar áttir. Þú ert í augum mér sem logandi bál, sem ljómandi röðull og hvaðan úr himninum sem á þig er litið, ert þú jafn-ótakmarkaður. Þú ert háleitari en svo, að hugur- inn fái skilið þig, sem ert ævarandi. Þú ert hinn himneski fjár- sjóður vor, ert í öllum hlutum, ert hið órjúfanlega lögmál tilverunnar, hinn óumbreytanlegi vörður hennar og verndari. . . . Ásjóna þín er sem logandi fórnareldur, er vermir með geislum sínum allar veraldirnar. Þú einn ert sem fyllir bæði himnana og jörðina og öll þau svæði, sem liggja á milli himnanna og jarðarinnar. Verald- irnar þrjár verða að kikna, ó, þú hinn voldugi, fyrir hinni ógurlegu mynd þinni«. (XI. 15—20). Og Arjúna segir ennfremur: »Veröldin fagnar því með réttu yfir mikilleik þínum og tign og lofsyngur þér. Þú ert frumguðinn og frummennið, hinn heilagi bú- staður alls þess, er lifir; þú ert sá, er þekkir hlutina og hlutirnir, sem verða þektir. Þú ert vor himneski dvalarstaður. I hinum ótak- markaða líkama þínum liggja heil stjörnuveldin á víð og dreif. . . . Þú ert alt f öllu. Vald þitt er ótakmarkað og mætti þínum er hvergi markaður bás. I þér eru allir hlutir og þess vegna ert þú líka alt«. (XI. 15—20, 40). Þessi er guðshugmynd Indverja og þannig hefir hún verið öld eftir öld. Og ef með sanni má segja um nokkra þjóð, að hún hafi látið hugmyndina um guð vekja hjá sér óblandna lotningu, þá eru það Indverjar. Trúarlífið hefir verið, að því er séð verður, miklu ríkara hjá þeim en nokkurri annari þjóð í heimi. Sést það meðal annars á því, að fjöldi hinna mestu vitmanna þeirra hefir lagt inn á þriðja áfanga trúarlífsins, það er að segja, ekki látið sitja við það að játa einhverja sérstaka trú eða skoðun eða jafnvel að helga 36

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.