Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 39
henni fé sitt eða starfskrafta, heldur fórnað henni öllum veraldleg-
um vonum sínum og tilfinningum.
Guðshugmyndin hefir blásið Indverjum í brjóst trú og trausti á
sigur hins góða — að lokum. Þeir trúa því yfirleitt og treysta, að
guðdómleg vera íklæðist holdi og komi sem heilagur fræðari fram
á meðal þjóðanna, þegar mannkyninu er þörf sýnilegrar návistar
hennar og þjóðirnar eru lentar í ógöngum ranglætisins. Þeir hugga
sig við fyrirheit það, er sjálfur drottinn Krishna gaf þeim, þar sem
hann sagði:
»Eg kem fram, hvenær sem réttlætinu er bolað burtu, ó, Bharata,
og ranglætið ryður sér til valda; eg fæðist á alda fresti til þess að
vernda hið góða, tortíma illvirkjum og koma réttlætinu aftur í
fastar skorður«. (IV. 7—8.).
Þess vegna blikar nú »Stjarnan í austri« víða yfir hugum
Ðrahmatrúarmanna eg blæs þeim, eins og kristnum mönnum, í
brjóst von um komu mannkynsfræðarans, þar sem réttlætinu er
svo víða bolað burtu og ranglætið hefir rutt sér til valda.
Með Kínverjum.
Sú trú, sem er talin elzt í Kínaveldi, er hin svonefnda Tao-trú.
Hún hefir nú runnið svo saman við Búddhatrúna, að það er oft
allerfitt að vita hverjar kenningar geta fremur talist til Tao-trúar
en Búddhatrúar. Tao-trúin er grein á meiði guðstrúarinnar og í
henni er »frumorsökin« eða frumvitundin nefnd Tao. Og það er
Tao, segir Kínverjinn, sem er hið knýjandi magn, er stýrir rás ger-
vallrar tilverunnar og er upphaf alls. En leiðin til þess að sam-
einast frumvitundinni, eða það líferni, er Indverjar nefna helgunar-
brautina, heitir líka Tao, því að Tao er vegurinn, sannleikurinn
og lífið.
Fræðarinn Lao eða Lao-tsze (tsze þýðir fræðari á kínversku) er
37