Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 49

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 49
boða guðs, Messías, hefir verið eini sólshinsbletturinn í hinu and- lega hugsanalífi þessarar þjóðar og hún hefir að heita má, leitt þá gegnuni hvers kyns hættur og stríð alt fram á þenna dag. Því enn þá tendra hin fornu fyrirheiti viðreisnarvonir í brjóstum margra trúaðra Gyðinga og er ekki sem ummæli höfuðspámanns þeirra, Jeremía, séu að koma fram, þar sem hann segir undir nafni guðs síns: »Eg vil sjálfur safna leifu'm hjarðar minnar saman úr öllum löndum, þangað sem eg hefi rekið þá og leiða þá aftur í haglendi þeirra. . . . Sjá þeir dagar munu koma — segir drottinn — að eg mun uppvekja Davíð réttan kvist. . . . A hans dögum mun ]úda hólpinn verða og Israel búa óhultur. . . . Sjá, fyrir því munu þeir dagar koma — segir drottinn — að menn munu ekki framar segja: Svo sannarlega sem drottinn lifir, sá, er leiddi ísraelsmenn út af Egiftalandi, heldur: Svo sannarlega sem drottinn lifir, sá er leiddi og flutti heim niðja ísraels húss úr landinu norður frá og úr öll- um löndum, þangað sem eg hafði rekið þá, svo að þeir mættu búa í landi sínu«. Er nú ekki sem útlegðaraldir Gyðingaþjóðarinnar séu að enda og orð spámannsins að rætast? N\eð kristnum mönnum. Kristnir menn hafa skoðað guð drottin fyrst og fremst seni föður, jafnframt því sem þeir hafa skoðað hann sem frumvitundina, sem alt er frá runnið, Og þegar postuli Krists, sem sagt er að hafi tekið upp Logosarkenningarnar grísku inn í hugmyndir sínar um guð, fer að gera ítarlegri grein fyrir því, livað guð er, segir hann, að meistarinn hafi sagt: »Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika«. (]óh. IV, 24.). Og sjálfur bætir þessi sami postuli við og fullyrðir, að guð sé kærleikur og að guð sé ljós og ekkert myrkur til í honum. 47

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.