Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 53

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 53
Enn ríkir kuldi og klaki’ í sál kristinna manna svo víða. Enn raska hefndar- og heiftræknisbál heimilisfriðinum blíða. Enn þá er réttinum ranglega skift — réttlætisgyðjan oft völdum svift! Hver má ei gráta sín gengnu spor? Guð vor, ó, líkna oss öllum! Lít þú í mildi og miskunn til vor — mæt oss, er á þig vér köllum! Skaðlegar stefnur vér höfum hylt, — heimsmenning vorri frá rótum spilt! Gerum því allir í Guðs nafni bót! Gjörbreytum lífi og stefnum. Horfum svo vondjarfir himninum mót, — heitstrengjum, lofum og efnum! Guð blessi heit vor og hjartans mál! Helgist þér, Kristur, hver mannleg sál! I/aldimar V. Snævarr.

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.