Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 55

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 55
yðar mundu byrja að fala um þriðju persónu guðdómsins og hafa ýmsar greinar úr barnalærdómskverinu á hraðbergi — greinar, seni þér lærðuð utanbókar í bernsku, en skilduð fæst vel. En það er engan veginn víst, að Páli hefði nægt það svar, sem fólgið er í þeim greinum kversins. Þessi frásaga úr einu aðalriti frumkristninnar er oss góð leið- beining til að skilja, hvað postular Krists og menn í frumkristninni yfirleitt áttu við, er þeir töluðu um gjöf heilags anda. Meðan Apollós, samverkamaður Páls, var í Korintuborg á Grikk- landi, þar sem postulinn hafði sjálfur hafið kristniboðið, var Páll á ferð um upplönd Litlu-Asíu og kom til Efesus. Þar hittir hann fyrir nokkura lærisveina. Svo voru kristnir menn iðulega nefndir á þeim tímum. Eftir að hafa kynst þeim um stund, hefir hann með ein- hverjum hætti orðið þess var, að þeim var algerlega ókunnugt um það, sem honum var hjartfólgnast og fanst mikilvægast. Og það er æfinlega einkennileg uppgötvun, því að oss finst það nær því óskil- janlegt, að menn skuli geta unað lífinu árum saman án þess að þekkja það, sem oss er fyrir öllu og eitt veitir lífinu verðmæti í vorum augum. Þá er það, að hann leggur þessa spurningu fyrir þá: »Fenguð þér heilagan anda, er þér tókuð trú?« Svar þeirra er hreinskilið. Þeir segja alveg eins og þeim finst vera. Svarið er þetta: »Nei, vér höfum eigi svo mikið sem heyrt, að heilagur andi sé til«. Samt voru þeir kristnir. En þá var enn ekki neitt trúfræðikerfi orðið til. Þá var enn ekki farið að kenna neitt yfirlit yfir trúarlærdóma, ekkert barnalærdómskver til. Þá voru flestir skírðir fullorðnir. Næsta spurningin hjá Páli er þessi: »Upp á hvað eruð þér þá skírðir ?« Af því lærum vér, að Páll leit svo á, að með skírninni eða í henni hlyti kristinn maður gjöf heilags anda, og það með þeim hætti, að enginn þyrfti eftir það að vera í efa um, hvort hann hefði eignast hana eða ekki. Andanum væri úthelt með merkjanlegum hætti. Nú heyrðuð þér, að svar þessara Efesus-lærisveina var það, að 53

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.