Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 56

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 56
þeir hefðu aðeins verið skírðir upp á skírn Jóhannesar, fyrirrennar- ans, sem boðaði komu Krists. Þegar Páll því næst útlistar fyrir þeim, að iðrunarskírn jóhannesar sé lægri tegund skírnar og ekki hin eiginlega kristna skírn, þá láta þeir skírast til nafns drottins ]esú. Fengu þeir þá heilagan anda, og ef svo var, hvernig vissu menn það? Bersýnilegt er af frásögunni, að þeirrar skoðunar hefir Páll verið. Samfara skírninni hefir farið fram handa-yfirlagning, og með skírninni og handayfirlagningunni fylgir gjöf andans, sem þegar í stað hefir undursamlega verkun á þá, sem skírðir eru. Þér heyrðuð það sjálfir í textanum: »Og er Páll hafði lagt hendur yfir þá, kom heilagur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu«. Þessar voru verkanir heilags anda, og eftir að þær voru komnar í ljós, hefir Páll vafalaust unað sér betur hjá þessum lærisveinum. Eftir það hefir hann getað farið að tala við þá um hið dýrmætasta í í reynslu sinni, um alt hið óvanalega og furðulega, er hann hafði öðlast fyrir kraftinn af hæðum. Aður höfðu þeir ekki skilið hann nema til hálfs, af því að þá skorti með öllu samskonar reynslu. En nú, er tvær af hinum svonefndu andagáfum voru komnar í ljós hjá þeim, sömu gáfurnar, er Páll segir, að hann hafi sjálfur átt í rík- um mæli, þá hefir samúðin orðið meiri. Úr því hefir hann getað sagt þeim frá allri reynslu sinni — jafnvel frá sýninni hjá Damaskus. Kærir tilheyrendur, ef þér væruð vel kunnugir Nýja testamentinu, þá væri yður ljóst, að menn í fyrstu kristni og þeirra á meðal Páll postuli litu svo á, að ef menn hlytu heilagan anda, þá kæmi það í ljós mað þeim hætti fyrst og fremst, að þeir yrðu fyrir einkenni- legum áhrifum á vitundarlíf sitt, svo sem einhver æðri máttur kæmi yfir þá. í einu bréfi Páls er það einu nafni nefnt: opinberun and- ans (1. Kor. 12, 7). Og þar er tekið fram, að undir þeim áhrifum andans niæli sumir af speki, aðrir af þekkingu; en aðrir öðlist fyrir þau áhrif trú til að gera kraftaverk, eða lækningagáfu eða spámann- 54

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.