Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 58

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 58
í nærfelt nítján aldir hefir kristin kirkja haldið sérstaka hátíð til minningar um úthelling andans, til minningar um þessa tegund verk- ana heilags anda. Vafalaust trúa allar kirkjudeildir því, að þær eigi gjöf heilags anda og njóti hennar stöðuglega. Hugsið yður, að post- uli Krists eða einhver sannur fulltrúi hans ferðaðist hér um upp- löndin og kæmi hingað til Reykjavíkur, dveldist hér nokkurn tíma, kæmi í kirkjur vorar og á guðræknisamkomur og kyntist lífi bæ- jarmanna. Vér mundum segja honum, að vér værum lærisveinar, vér værum kristnir menn. Eruð þér þess fullvísir, 'að hann mundi furða sig minna á oss en lærisveinunum í Efesus? Mundi hann ekki undr- ast yfir því, að sjá ekkert af þeim verkunum andans, er hann taldi fyrst og fremst nauðsynlegar til vakningar andlegu lífi í söfnuðun- um? Hugsið yður, að hann gengi fram fyrir biskup landsins eða dómkirkjuprestinn eða aðalstarfsmann Kristilegs félags ungra manna eða borgarstjórann og spyrði þá: »Hvar eru kraftaverkamenn safn- aðarins, hvar eru spámenn safnaðarins — þá gáfuna mat eg mest — hvar eru þeir, sem hlotið hafa lækningagáfuna; hvar eru þeir, sem tala tungum? Hvar er þyturinn og eldtungurnar? Hvar er sú sönnun anda og kraftar, er eg lagði svo rnikla áherzlu á? Syngið þér ekki enn: Drottins anda kærleikskraftur svo kemur mörgum sinnum aftur, hann fyllir enn upp allan heim. Ef þungt hann andar á, þá ekkert standast má« —? Gætu þeir svarað nokkuru öðru en því, að slíkir menn væru ekki til í sönfuðunum hér á landi? í lúterskri kirkju og yfirleitt meðal kirkjudeildanna þektust hinar svonefndu náðargáfur eða andagáfur ekki lengur. Nú væri víðast litið á þær sem forna hjátrú eða ímynd- anir óþroskaðra manna. Sumir guðfræðingar og leiðtogar kristn- innar teldu það happ, að alt slíkt væri kveðið niður. Það hefði 56

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.