Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 61

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 61
náðarverkananna hefir verið greind unr of frá hinni fyrnefndu og fyrir því hefir trúin á hana orðið veikari. Þessari tegund náðarverkananna er hvergi betur lýst í heilagri ritning en í þessum orðum Páls í Galatabréfinu: »En ávöxtur and- ans er kærleikur, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmenska, hógværð, bindindi«. Allar þessar dygðir vænti postulinn, að sá eign- aðist, er fyrir skírn og handayfirleggingu hefði hlotið heilagan anda. í kaflanum um náðargáfurnar í fyrra Korintubréfinu telur hann kærleikann beinlínis meðal náðargáfnanna og meira að segja fremsta þeirra allra. Hugsum oss, að heilagur sendiboði Krists stæði meðal vor og spyrði oss, hvort vér hefðum fengið heilagan anda í þessari merkingu, er vér tókum trú. Hverju mundum vér svara? Ekki væri oss unt að afsaka oss með, að í þessum skilningi hefðum vér eigi svo mikið sem heyrt, að heilagur andi sé til. En höfum vér í al- vöru lagt stund á að tileinka oss þessar dygðir? Verum enn hrein- skilnir. Meiri rækt virðist hafa verið lögð við að kenna börnunum trúfræðikerfi kversins en að veita þeim sanna leiðbeining um, hvers virði það er að eignast gjöf heilags anda og láta af henni spretta kærleik og gleði, frið og langlyndi, gæzku og góðvild, trúmensku, hógværð og bindindi. Enn er kristindómurinn aðallega fólginn í við- urkenning trúfræðikerfis og margvíslegra erfikenninga, en nær langt of litlum tökum á breytni vorri og félagslífinu. Vér berum enn fyrir börnin í þeim fræðslubókum, er eiga að leggja hjá þeim grund- völl kristilegrar lífsskoðunar, það sem er langt ofar skilningi full- orðinna manna, hvað þá barna. Vér látum þau læra þungskilinn þrenningarlærdóm og sundurliðum fyrir þeim, hvað sé köllun, upp- lýsing, endurfæðing og helgun. Og þó ættum vér að skilja svo barnslundina, að svo þung andleg fæða verður eigi til þess að draga börn og unglinga að Kristi og boðskap hans, heldur oft til þess að hrinda þeim burt frá honum. Hversu mikil þörf er oss þó öllum að geta trúað á verkanir 59

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.