Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 64

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 64
Guðs náð, eilífan dauða eða eilífa glötun; líf þeirra verði æfinlegt kvalalíf í sambúð við illa anda, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun«. Hafið þér hugsað um, hver ábyrgð muni fylgja því að gróðursetja slíkar trúarhugmyndir í sálum barnanna og — senda ófullkomna og stórbreyzka menn með þær inn í annað líf? í raun og veru er siík kenning lastmæli um þann Guð, sem Kristur hefir opinberað oss, og reist á hinum hræðilegasta mis- skilningi. Nei, aldrei þurfa sumir eins á náðarboðskapnum að halda og þegar þeir eru komnir inn á næsta stig tilverunnar. Og Guði sé lof, að gæzkuríkar verur æðri heima hugsa á annan veg en sumir guðfræðingar og boðberar kirkjunnar. Þar á þetta ekki sízt við — og úpphaflega ef til vill sagt með þann skilning í huga —: »Meiri gleði mun verða á himni yfir einum syndara, sem gerir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, er ekki þurfa iðrunar við«. Verkanir andans eru jafnmerkjanlegar þar sem í þessum heimi. An náðar og hjálpar að ofan fær syndarinn eigi brotið fjötra sína, hvort sem hann er í þessum heimi eða hinum næsta. Það er talað af djúpri reynslu og þekkingu á manneðlinu þetta: »0, heimsk- ingi, sem hygst að bera sjálfan þig á sjálfs þíns herðum. 0, þú beiningamaður, sem beiðist ölmusu við þínar eigin dyr. — Varp- aðu allri byrði þinni í hendur honum, sem ber alt, og horfðu aldrei, aldrei með söknuði um öxl«. Nú njótum vér sumarsólarinnar þessa dagana og finnum til þess og sjáum, hve magnmikil áhrif hennar eru. Engin sumarsól er eins máttug og náð Guðs, og vísast finnum vér aldrei eins til þess, hve blessunarrík hún er, og þegar oss skilst, að áhrif hennar ná einnig út í hin yztu myrkur, þar sem syndarinn er í kvölum. Vér höfum talað um tvær tegundir af náðarverkunum andans. Vér þurfum að læra að trúa því af alvöru, að hvortveggja teg- 62

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.