Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 70

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 70
eins og fyrir iveimur þúsundum ára. Og vér þorum að segja, að það sé alveg eins vinnandi vegur að lifa nú eftir kenningum hinna meiri háttar trúarbragða og það var t. d. fyrir hér um bil tveimur þúsundum ára. Og vér fullyrðum enn fremur, eins og gert var í forn- öld, að hver maður sé gæddur anda eða ódauðlegri sál og að kenningar trúarbragðanna séu ekki reistar á helgiritum né trausti því, er menn bera til klerka og kirkjudeilda, heldur á veruleik þeim, sem menn hafa sjálfir reynt eða gengið úr skugga um. Og vér höfum sjálf gengið úr skugga um, að hinir heilögu meistarar ganga um kring á þessari jörð enn í dag, eins og þeir gerðu endur fyrir iöngu, bæði austur á Gyðingalandi og í Indíalöndum. Þannig endurvekja guðspekisnemendur hina ævafornu trú, sem er að finna í öllum hinum meiri háttar trúarbrögðum, að meistar- arnir lifi enn þá á jarðríki og að það sé alt af vinnandi vegur að gerast lærisveinar þeirra. Og þar sem eg hefi nefnt fyrirlestur þenna, ekki að eins »meistararnir«, heldur einnig »leiðin til þeirra«, vil eg reyna að sýna yður hver hann er, vegurinn, sem liggur til þeirra, og að það er sami vegurinn, sem lá til þeirra í fornöld. Og vér viljum einnig sýna yður fram á, að leiðin er ekki lokuð og verður því farin enn í dag. Þá viljum vér og lýsa hverjum áfanga vegar- ins, eins og þeim var lýst fyr á tímum. 011 trúarbrögð hafa vísað mönnum veginn, sagt hið sama um hann og sýnt mönnum, hvernig þeir gætu farið hann. Meistari. Hvað var átt við með orðinu: »meistari«, í hinum fornu fræðum trúarbragðanna? Meistari var sá maður, er hafði glætt hið guð- dómlega eðli í sjálfum sér, hafði opinberað guð í sér. Hann hafði fyrst gengið hina almennu þroskabraut, en síðan lagt inn á hinn bratta veg, er liggur til mannlegrar fullkomnunar, eða til þess þroskastig's, sem er hafið yfir þá hugmynd, er vér getum yfirleitt 68

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.