Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 71
gert oss um menn. Slíkur maður leggur svo inn á enn þá æðri
þroskabraut, þar sem hinn guðdómlegi ljómi sýnist stafa út frá hon-
um á alla vegu. Hann hefir gengið þann veg, sem bæði þú og eg
getum gengið. Það er síður en svo, að hann sé nokkurt furðuverk
náttúrunnar. Hann hefir ekki fengið afrekað neitt það, sem öðrum
mönnum er ekki vinnandi vegur að fá afrekað. En meistararnir
eru viðlíka hátt upp hafnir í andlegu tilliti yfir oss eins og snilling-
urinn er hafinn yfir miðlungsmenn. Þeir eru afburðamenn á sviðum
trúarbragðanna, sannkölluð andleg mikilmenni. En sökum þess að
hið eina og sama ljós lýsir í hjarta hvers einstaks manns, ljósið,
sem lýsir öllum, er koma inn í þenna heim, ættum við, þú og eg,
að láta okkur lærast að láta það skína. Því að ljósið er eitt og
hið sama, hvort seni það er í gegnsæu gleri eða ógegnsæu. Hið
eilífa ljós er hið sama í öllum, en sumir eru svo hreinir og heilagir,
að það nær að skína út frá þeim, en hjá öðrum er það að eins
sem neisti, er getur ekki lýst gegnum hýðið, sem það er í.
Meistarinn er því maður, sem hefir náð því að opinbera hið guð-
ræna eðli í sjálfum sér. Hann er einn af hinuni eldri bræðrum
mannkynsins, eldri í þeim skilningi, að hann hefir náð afburða
miklum andlegum þroska. Hann hefir farið þann veg, sem eg vil
nú reyna að lýsa, og komist alla leið á hinn fjarlæga brautarenda.
Hann hefir og tekið hverja vígsluna eftir aðra og þær hafa hafið
meðvitund hans á æðra stig og veitt honum þekkingu, ekki að eins
á þessari veröld, heldur einnig á öllum öðrum heimum, sem andi
mannsins lifir í. Þó lifir hann í hinum jarðneska líkama, eins og
eg liefi þegar tekið fram, til þess að geta staðið í nánara sam-
bandi við sambræður sína en ella mundi. Hann er og fús til þess
að taka sér lærisveina og fræða þá, svo að þeir geti fetað þann
veg, sem hann sjálfur hefir farið.
Slíkur er meistarinn, en hvað er að segja um veginn?
69