Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 82

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 82
Eg veit að þið lifið í vanþekkingu, en hvað ætli eg sé að reyna að koma vitinu fyrir ykkur«. Þetta getur miklu fremur kallast fyrir- litning en umburðarlyndi. Umburðarlyndi er ekki aðeins fólgið í því að viðurkenna, að hver maður hafi fulla heimild til þess að líta, hvaða augum sem hann vill á hlutina, heldur, að oss má ekki detta í hug, að það sé skylda vor að skifta oss af því hverju menn trúa eða hugsa. Hins vegar megum vér bjóða hverjum sem vill að rétta honum hjálparhönd, ef hann á annað borð er hjálparþurfi. En vér niegum ekki láta oss sárna það, þótt hjálpartilboði voru sé hafnað, og megum aldrei reyna til að troða hjálp vorri né leiðbeiningum' upp á nokkurn rnann eða kúga hann til hlýðni við oss. Þetta er það umburðarlyndi, sem krafist er af þeim mönnum, er vilja gerast lærisveinar meistaranna. Þessu umburðarlyndi fylgir friður, í stað þeirrar úlfúðar, sem nú ríkir helzt til víða. Þar næst er trúin, — það ?r að segja trú í hinni réttu merkingu, sannfæring lærisveins- ins um sitt guðræna eðli. Þessi trú, — þegar hún er orðin öflug — gerir hann færan um að sigrast, jafnvel á hinum mestu erfið- leikum, er verða kunna á vegi hans og hann lætur aldrei hugfall- ast, hvers konar torfærur, sem fyrir honum verða. Seinastur hinna hugrænu hæfileika er talið jafnvægið eða hugarrósemin, sem er söm og jöfn í sorg og gleði. 4. Þrá eftir vitundarsambandi við guð. Fjórði eðliskosturinn er þráin eftir vitundarsambandinu við guð, kærleikurinn, er streymir frá manneðlinu til guðdómseðlisins, og þá jafnframt skiln- ingurinn á hinu sanna takmarki og viljinn til þess að ná því. Þegar maðurinn hefir öðlast þennan eðliskost, að minsta kosti að svo miklu leyti, að hann hafi sett snið sitt á skapgerð hans eða lyndiseinkunnir og er tekinn að bera ávöxt í lífi hans, er hann fær til þess að taka vígslu. Þá leiðir og meistari hans hann að hliðinu, sem verður lokið upp fyrir þeim, sem knýja á. 80

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.