Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 84

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 84
unz hann öðlast skilning á þeim. En það eru til sérstök grundvallar- atriði, sem honum er alveg nauðsynlegt að hafa gengið svo úr skugga um, að hann geti ekki framar efast um þau. Enginn efna- fræðingur getur til dæmis efast um það, að hann geti búið til vatn, er hann blandar saman súrefni og vetni og hitar efni þessi hæfi- lega mikið. Þegar hann hefir gert þessa tilraun hvað eftir annað, get- ur hann ekki framar efast um hvern árangur hún hefir. Það er þetta sem vér eigum við, þegar vér segjum að lærisveinninn verði að vinna bug á efanum um sérstök þrjú atriði. Hann verður að vita fyrir víst að endurholdgunarkenningin er sannreynd. Hann má ekki láta sér nægja að fallast á þessa kenningu, sökum þess að henni er haldið á lofti af mönnum, sem hann ber mikið traust til, eða af því að svo og svo margir trúa henni. Hann verður að geta stuðst við sína eigin endurminningu. Og úr því getur hann ekki fremur efast um að hann hafi lifað á undangengnum æfiskeiðum en hann getur efast um það, að hann hafi lifað æskuár sín. Þetta er fyrsta atriðið, sem hann verður að geta gengið úr skugga um. Hann verður að þekkja sín undangengnu æfiskeið. Þar næst verður hann að losna við hvers konar hjátrú. En hvað er átt við með orðinu hjátrú? Að skoða það, sem skiftir litlu sem mikilvægt, að taka hið ytra snið eða búning fyrir hið innra líf, að líta fyrst og fremst á hina ytri helgisiði í stað þeirra sann- inda, sem þeir eiga að tákna. Hinn »innvígði« maður þekkir gildi hinna ýmsu helgisiða og veit hvern þátt þeir geta átt í því, að glæða hinn andlega þroska, en hann veit einnig, að þeir eru samt ekki annað né meira en brýr, sem liggja yfir til hins hulda veru- leika. Og þegar hann er fær um að finna þenna veruleika, án þessara ytri siða, eru þeir honum ekki framar ómissandi. En hann ber samt sem áður lotningu fyrir þeim, sökum þeirra manna, sem þurfa á þeim að halda. Hið þriðja, sem lærisveinninn verður að vinna bug á, er sú til- 82

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.