Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 85

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 85
finning, að hann sé fráskilinn öllum öðrum mönnum. Flest- um mönnum gengur illa að losna við þessa tilfinning, en læri- sveininum er það samt tiltölulega auðgert, sökum þess, að hann hefir þá öðlast hina æðri vitund, sem lætur hann finna, að allir menn lifa sameiginlegu lífi. Við það hverfur þessi fráskilnaðar-til- finning. Hann getur þá litið á sambróður sinn og sagt með sjálfum sér: »Líkami hans er að vísu ólíkur líkama mínum, og sama er að segja um tilfinningar hans og hugrenningar; en andi hans og minn er einn og hinn sami og þess vegna getur ekki verið um nokk- urn skilnað að ræða milli okkar. Og þegar eg athuga betur, sé eg að líkami hans, tilfinningar og hugrenningar eru alveg eins mínar sem hans, sökum þess, að til er að eins einn einasti andi, sem við erum báðir hlutar úr, eitt frumeðli, allsherjarlífið«. Þegar hinn inn- vígði maður veit þetta, þegar hann hefir komið auga á þenna veru- leik í syndaranum, þá finnur hann að synd syndarans tilheyrir hon- um sjálfum og að heilagleiki hans sjálfs tilheyrir syndaranum. Hann finnur, að hann á samvitund með því, sem lágt er og lítilmótlegt, engu síður en með hinu, sem háleitt er og heilagt. En þetta er stundum ekki aðlaðandi. Það stendur venjulega ekki á oss að telja oss með þeim sem standa oss miklum mun framar, en hversu margir af oss ætli séu reiðubúnir til þess að telja sig með þeim, sem þeir álíta, að þeir séu hafnir yfir að einhverju leyti? Og þó getum vér aldrei orðið eitt með Kristi, ef vér getum ekki látið oss sama að telja oss með umrenningum og hinum bersyndugu, ef vér finnum ekki, að þeir og vér séum eitt. Það er þetta, sem átt er við þegar talað er um að losna við fráskilnaðar-tilfinninguna. Þriðja vígslan. Þegar lærisveinninn hefir unnið bug á þessum þremur ófull- komleikum, er hann fær um að taka næstu vígslu. Þegar hún er tekin, þarf hann ekki að vinna að því, að ráða bætur á breyzk- 83

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.