Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 87

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 87
stjarnan í austri blikar yfir hinu nýfædda barni; skírnin táknar aðra vígsluna, þar sem andinn stígur niður yf>r lærisveininn; ummynd- unin á fjallinu táknar þriðju vígsluna, þar sem guðdómseðlið birtist í dýrð sinni og ljóma, og kvölin í Getsemane og á Golgata táknar fjórðu vígsluna — dauða hins ytra manns. Fimta vígslan. Upprisa Krists og himnaför táknar fimtu vígsluna, er lærisveinn- inn nær meistarastiginu. Úr því er hann ekki háður hinni jarð- nesku tilveru né dauða. Hann er frjáls, sökum þess að eilífðar- eðlið hefir komið fullkomlega í ljós. Hann er meistarinn, sem hefir strítt og borið fullnaðarsigur úr býtum, gerst hjálpari manna og frelsari. Hann hefir orðið að þola hvers kyns þrautir og þjáningar, og sökum þess, að hann hefir sjálfur unnið sigur á þeim, er hann hæfur til þess að hjálpa öðrum, jafnvel í hinni mestu neyð. Hann veitir þó ekki þess konar hjálp, að hann taki byrðar hinna veik- burða sér á herðar, heldur miðlar hinum veikburða af styrk sínum, svo að þeir verði sterkir. Hann hefir ekki skifti á saurugleik synd- arans og heilagleik sínum, heldur lætur hreinleik sinn eins og streyma inn í sálu syndarans, unz hann verður hreinn og heilagur. Hér er því um hlutdeild í eðli að ræða, en ekki, að einn komi í annars stað. Vaxtavhæð Krists-fyllingarinnar. Þetta er líf Krists, sem er upprisinn — að hjálpa hinum yngri og óþroskaðri bræðrum sínum, sem eru enn þá háðir hjóli dauðans og endurfæðingarinnar. Hann er meistarinn, sem hefir unnið hinn fullkomna sigur. En þér er vinnandi vegur að feta í fótspor hans. Þú getur líka náð meistarastiginu. Þú getur gengið þann veg, sem hann gekk, komist að takmarkinu, sem hann komst að. Alítið þér, að þetta séu öfgar einar og fjarstæða? Vera má að 85 L r

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.