Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 94

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 94
Glæddu þann guðlega neista, guði er óhætt að treysta, hvað sem breytist og hvernig sem fer. Hann er í fjallinu hæsta, hann er í sandkorni smæsta, hann er í öllu — og einnig í þér. Guðm. Einarsson. 0 Úr ræðu Shri Krishna. Lítið á þessa fögru skógarviði. Þeir krefjast einskis. Þeir veita að eins því viðtöku, sem jörðinni, himninum, sólunni, nóttunni og deginum þóknast að veita þeim. Þó veita þeir öllum mönnum og málleysingjum forsælu, sem vilja verða hennar aðnjótandi. Auk þess veita þeir öllum ávexti, lim og safa, sem vilja. — Þannig ættuð og þér að vera, því að þeir eru alt of fáir, sem lifa að eins til þess að veita öðrum mönnum unað og sælu. Og gætið þess, að enginn maður fæðist inn í þennan heim, að eins af því, að hann hefir sjálfur þráð að lifa hér á jörðu, heldur af því, að það er vilji hins guðdómlega kærleika, að hann fæðist annara vegna. Og maðurinn lifir þá fyrst eðlilegu lífi, er hann lifir samkvæmt miðlunar- og móttökulögmálinu. Menn furða sig oft á því, að þeir lenda hvað eftir annað í vand- ræðum hér í heimi. En vandræðin eiga rót sína að rekja til þess, að þeir hafa gleymt því að rækja skyldur sínar við mannkynið. Þá verður lífið þeim gáta, sem þeir fá ekki ráðið og þá fá þeir hvorki skilið skapara sinn né tilveruna. Lifið því ekki að eins sjálfum yður, 92

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.