Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 95

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 95
heldur lifið til þess að elska aðra menn. Vitið, ó, þér mínir elsk- uðu, lífið er kærleikur og kærleikurinn er líf. Þýtt hefir S. Kr. P. 0 Burtför meinlætamannsins. Það var um miðnæturskeið. Hinn tilvonandi meinlætamaður reis upp og mælti: »Nú er mál til komið, að eg yfirgefi heimili mitt og leggi aleinn af stað að leita að guði. En hver hefir haldið mér svona lengi í heimi blekkingarinnar?« »Það er eg«, hvíslaði drottinn; en eyru mannsins voru svo hald- in að hann heyrði það ekki. Konan hans lá í sænginni og svaf vært með sofandi barn við brjóst sér. Maðurinn mælti: »Hver eruð þið, sem hafið dregið mig svona lengi á tálar ?« Röddin svaraði aftur og mælti: »Það var guð«, en hann heyrði það ekki. Darnið hljóðaði upp úr svefninum og kúrði sig niður hjá móður sinni. »Vertu kyr, ó, þú heimskingi, far þú hvergi«, hrópaði drottinn, en maðurinn heyrði það ekki. Þá andvarpaði drottinn og mælti döprum rómi: »Hví fer þjónn minn frá mér, til þess að leita að mér?« Rabindranath Tagore. 93

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.