Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 3

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 3
IÐUNN Svanurinn flaug. Eftir Sir Gilbert Parker. [Pað var pjóðtrú meðal frumbyggjanna í Kanada, að ef maður sæi svan fljúga og heyrði hann syngja á nætur- þeli, þá væri það feigðarboði. Saga þessi er tekin úr An Aduenlurer of the Norlh, sbr. »Iðunni«, IV ár, bls. 201.] — Því kemur hún ekki aftur, pabbi? — Maður- irn bristi höfuðið; höndin fitlaði við úlfshána, sem breidd var yfir barnið, en hann svaraði engu. — Hún myndi koma, ef hún vissi, að ég hefði meiðst; heldurðu það ekki? — Faðirinn kinkaði kolli, en gekk svo í eirðarleysi fram að dyrunum, eins og hann væri að bíða eftir einhverjum. Augnaráðið var órólegt, og það var dautt í pípunni, þótl hann léli sem hann væri að reykja. — En ef hreysikötturinn hefði nú unnið á mér; heldurðu að það hefði ekki hryggt hana, þegar hún hefði komið? Heldurðu það ekki? — Ekkert svar nema látbragðið, sem oft og ein- att er mál hins óbreytta alþýðumanns; en það fór hrollur um þenna þrekvaxna mann og stirðleg höndin þreifaði inn undir feldinn, um slokkbólgið knéð. Hann straulc ofurhægt um umbúðirnar, en barnið kveinkaði sér. — Æ, þú meiðir migl Þessi úlfshá er næstum of þung fyrir mig, pabbi, heldurðu það ekki? — Maðurinn lyfti hánni hægt, en þó klaufalega, fletti henni ofan af honum og tók umbúðirnar ofur var- lega af knénu. Það hafði hlaupið rýrnun í fótinn, svo að hann var ekki orðinn annað en skinnið og Iðunn VI.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.