Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 5
IÐUNN Svanurinn ilaug. 163 að fugl syngi um miðjar nætur. Slíkt kemur að eins fyrir í heilu löndunum; þar eru næturgalar. þetta er áreiðanlegt! — Drengurinn var eins og aunars hugar og sagði með spekingssvip: — Jæja, þetta heíir þá víst verið næturgali; . hann söng öðruvísi en allir þeir fuglar, sem ég þekki. — Við þetta varð veiðimaðurinn enn áhyggjufyllri og sagði: — Hverju var það líkast, sonur minn? — — Það hertók mann. Mann langaði bæði til að hlusta á það og forðast það. Það var hrífandi fag- urt og þó líkast því, sem eitthvað væri að hrökkva í sundur innan í inanni. — — Hvenær heyrðir þú þetta, vinur minn? — — Tvisvar í nótt sem leið og að mig minnir á sunnudaginn var. Annars finst mér eins og engin helgi hafi verið, siðan mamma fór, eða finst þér? — — t*að getur varla heitið. — En um leið og maðurinn sagði þetta, tútnuðu æð- arnar á liálsi hans og gagnaugum svo út, sem þær ætluðu að springa. — Það var rétt eins og séra Corraine væri hér, þegar mamma hélt hvíldardaginn heilagan — var það ekki? — Maðurinn svaraði engu, en það var eins og dimt ský drægi yfir enni lians og hann kreisti saman varirnar eins og hann fyndi til líkamlegs sársauka. Ilann stóð á fælur og stikaði um gólfið. Nú hafði hann vikum saman hluslað á þetta tal hins sjúka sonar síns, sem hann nú auk þess hugði dauðvona, og hann gat varla afborið þetla lengur. I5ótt dreng- urinn væri orðinn níu ára að aldri, var hann enn hreinasta barn í tali; en hugsanir hans voru stund- um bæði spakar og göfugar. Þetta var líklegast eina hvíta barnið í þúsund mílna fjarlægð. En þetta ein- manalega líf á lieiðum og sléttum, svo hart á vetrum,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.