Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 13
IÐUNN Svanurinn flaug. 171 — Nei, nei, Dóminique, það var snjókófið, sem stóð um axlir mér. — — En hann horfði á mig tveimur blikandi augum. — — Það hafa verið tvær sljörnur, sem hafa skinið inn til þín, sonur minn. — — Hvernig gat bæði verið snjófok og þó stjörnu- bjart? — — Þetta var ekki nema skafrenningur og bjart uppi yfir, Dóminique. — En mannsröddin, sem sagði þetta, lýsti bæði kvíða og angist, og augun skimuðu flóttalega í kringum sig. Þetta fyrirbrigði hafði jafnan verið sett í sam- band við mannslát og þólti boða feigð. Hafi svanur- inn komið inn, skyldi hann þá fljúga einsamall út aftur? — Hann snart hörid drengsins, — hún var sjóðheit af sótthitanum. Hann þreifaði á slagæðinni, — hún sló ótt og tílt. Hann leit á andlitið — það var orðið blóðrautt. Eilthvað logaði upp í brjósti hans og rann út í hverja laug. Það fór helgur hroll- ur um hann allan, eins og hann hefði snortið klæða- fald drottins. Og i angist sinni stóð hann nú upp og í blindri auðmýkt tendraði liann tvö kerti, setti þau á hilluna í horninu fjuir framan postulíns- myndina af Maríu mey, eins og hann hafði séð konu sína gera; síðan braut hann kvisti af grænni grein, sem liékk uppi yfir hlóðunum og lagði þá milli ljósa- stjakanna. Nokkru síðar gekk hann að höfðalagi barnsins, snart fætur Krists á krossinum ineð íingur- gómunum og bar þá með óumræðilegri lolningu að vörutn sér. Hann slarði á hinn krossfesta stundar- korn og mælti síðan í skjálfandi örvæntingarrómi: — Fyrirgef þú mér, góði Jesús! Bjargaðu barni mínu! Lát mig ekki einan! — Drengurinn leit upp undarlega höfgum augum og sagði:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.