Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 17
IÐUNN Svanurinn ílaug. 175 að vörmu spori var hann eins og ekkert hefði í skorist og sagði: — Ja, þetta kemur þér einhvern tíma í kol), Ba- got. En halt’ áfram. Hvað svo meira? — Svitinn spralt út á andliti Bagots og liann talaði, eins og hann væri að rogast með þunga byrði á á herðum sér, dræmt og slitrótt. — í’á sagði ég: — Og ef meyjarnar eiga það svona gott, því varst þú þá ekki líka mey? — — Guðníðingur! — sagði preslurinn í alvarlegum álösunarrómi, um leið og hann fölnaði upp. Og hann )>ar róðukrossinn upp að vörum sér. Og þetta gaztu sagl við móður barns þíns, svei! — Hvað svo meira? — — Hún þreif höndunum upp fyrir eyru sér, rak upp hátl vein, stökk úl úr húsinu og niður brekk- urnar og — hvarf. Eg fór út í dyrnar og horfði á eftir henni eins lengi og ég gat og beið þess, að hún kæmi aftur; en hún kom ekki. Og síðan heíi ég leit- að og leitað, en ekki getað fundið hana. Yitið þér nokkuð um hana, herra? — Prestur lét sem hann hej'rði ekki spurninguna. Síðan sneri liann sér að barninu, sem nú lá í fasla- svefni, og virti það fyrir sér. Því næst sagði hann: — Síðan ég gaf ykkur Lucette Barbond satnan, hefir þú verið eins og Þrándur i gölu hennar, Bagot. Eg man svo sem enn daginn, þá er þið krupuð frammi fyrir mér. Sástu nokkuru sinni svo fallega og elskulega stúlku — augun með þessu geislabrosi, sumarfegiirð ytir svipnum, og svo þetta skírlífi hjart- ans! Ekkert hafði getað spilt henni. Menn geta ekki spilt slíkum konum, — Guð býr í hjarta þeirra. En þú, hvað hefir þú hirt um það? Þú kjassaðir hana annan daginn, en hinn daginn varstu eins og villi- dýr. Og hún — jafn auðsveip og inild, hvað sem á gekk! — En eins og þú veizt, varð hún að berjast fyrir trú sinni og barnsins, biðja fyrir ykkur, þjást

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.