Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 19
IÐUNN Svanurinn flaug. 177 á livoli einum, rétt eins og þeir kæmu út úr morgun- roðanum. Eg gat ekki almennilega greint þetta. Eg <iróg upp litla llaggið mitt á tjaldstoðina og þeir flýttu sér til mín. Eg þekti ekki kynþáttinn, — þeir komu frá Húdsons flóa. Þeir töluðu Chinook-blending og ég gat skilið þá. Nú, þegar þeir nálguðust, sá eg, að þeir höfðu konu meðferðis. — Bagot hallaði sér áfram og var eins og hver vöðvi væri spentur í líkama hans, svo var eftirtektin rík: — Konu? — sagði hann, og var rétt eins og honum yrði örðugt um andardráttinn. — Var það konan inín? — — Einmitt, konan þín. — — Fljótt, fljótt. Æ, haldið þér áfram, herra, hvað svo? --- — Hún féll mér til fóta og bað mig um að bjarga sér ... Eg bandaði henni frá mér. — Svitinn draup af enni Bagots; það rumdi í honum og hann tók því líkt viðbragð, sem ijón mundi gera, er það kastar sér yfir bráð sína. — Pér vilduð ekki, vilduð ekki bjarga henni. Bleyða — níðingur! — Hann smá hreytti þessu út úr sér. Presturinn sneri bara Iófanum gegn ofbeldi hins og sagði: — Uss! . . . Hún dróg sig þá í hlé og sagði, að bæði guð og menn hefðu yfirgefið sig. Við borðuðum dögurð saman, fyrirliðinn og ég. Á eftir, þegar fyrirliðinn var orðinn mettur og kominn í gott skap, spurði ég hann, hvar hann hefði fengið þessa konu. Hann sagði, að hann hefði fundið hana á sléttunum; hún hefði vilst. E*á sagði ég honum, að ég vildi kaupa liana Iausa. — Hann mælti: — Hvað á prestur að gera við konu? — Eg sagði, að mig langaði til að gefa hana aftur eiginmanni sínum. — Hann sagði, að hann hefði fundið hana, og hún væri nú sín eign; að hann ætlaði að ganga að eiga Iðunn VI. 12

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.