Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 21
IÐUNN Svanurinn flaug. 179 — Og þér skilduð hana eftir hjá þeim — þér haíið þó mannshendur. — — Suss! — svaraði hinn rólega. — Eg var einn míns liðs og þeir tuttugu. — — Hvar var þá Guð yðar að bjálpa yður? — — Hennar Guð og minn Guð var með mér. — Augu Bagots glömpuðu: — Því buðuð þér honum ekki romm, romm! Hann mundi hafa gert það fyrir — einn, fimm, tíu kúta af rommi! — Veiðimaðurinn iðaði nú til og frá af geðshræringu og þó töluðu þeir stöðugt í bálfum hljóðum. — Þú gleymir því — sagði prestur — að þetta er á móti lögmálinu, og að ég sem prestur hefi heitið reglu minni því, að veita ekki neinum Indiána á- fengi. — — Heit, heit? Þú þjónn drottins! — Hvað eru heit á móts við velferð konu — eiginkonu minnar? — það var aumkunarvert að horfa upp á hrygð hans og gremju. — Ætti ég að fyrirgera sál minni og bjóða hon- um romm — brjóta heit mín í þágu fjandmanna guðsríkis? Hvað hefir þú gert mér, að ég gerði þelta fyrir þig, John Bagot? — — Hugleysingi — æpti veiðimaðurinn í örvæntingu og gerði sig nú líklegan til alls. — Sjálfur Ivristur mundi hafa rofið heit sín til að bjarga henni. — Presturinn horfði alvarlega, en þó milt í augu hin- um æðisgengna manni og lægði með þvi ofsann, sem hann var að komast í. — Hver em eg, að ég feti i fólspor meistarans? — mælti hann í hátíðlegum rómi. — Hvað mundir þú hafa gefið Kristi, Bagot, ef hann hefði bjargað henni þér til handa? — Maðuiinn titraði af hugarangri, og tárin streymdu af augum hans, — svo skyndilega og alvarlega hafði öý geðshræring gripið hann.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.