Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 30
188 Kjartan Helgason: IÐUNW berta austan undir Klettafjöllum, og í Kolumbíu hinnt brezku vestur við Kyrrahaf. Höfuðborg Kolumbíu- fylkis, Viktoría, er á eyjunni Vancouver fyrir vestan vesturströnd álfunnar. Þar eru nokkrar íslenzkar fjölskyldur, og þar kom ég lengst í vestur. í Banda- ríkjunum eru íslendingar einnig ílestir um miðbik álfunnar, í Norður-Dakota og Minnesota-ríkjunum,. og svo í Washington-rikinu vestur við liaf. Eitt ís- lendingafélag lieimsótti ég austur við Atlantshaf, i New-York. Annars er lítið um íslendinga að austan- verðu í álfunni. Á ferðum minum hafði ég með mér nokkrar fallegar litmyndir af ýmsum stöðum á íslandi, lil þess gerðar að sýna á vegg með töfra-skuggsjá (la- terna magica). Þessar myndir voru sýndar og skýrðar á samkomum mínum, þar sein tæki voru til þess. Það kom sér vel. Fólkið var sólgið í að sjá mynd- irnar, bæði ungir og gamlir. En myndasmiðurinn, sem var svo hjálpfús að Ijá mér myndirnar, Magnús Óla fsson, hafði það fyrir greiðvikni sína að fá helm- inginn af myndunum mölbrotinn heim aftur. Þið vilduð nú sennilega heyra eilthvað um það, hvað ég haíi verið tala um við landana vestra. Ekki væri auðgert að segja frá öllu því sem bar á góina. Því að margt vildu menn heyra »að heiman«, margs var spurt, og það með áfergju, bæði um menn og málefni, miklu fleira en ég gat leyst úr. En hitt er aftur fljótsagt, hvert var aðalefni fyrirlestra minna. Það var nær eingöngu tilraun til að sýna fram á það, hvers virði væri að vera Islendingur, kunna íslenzka tungu og eiga þar með aðgang að islenzkum bók- mentum. Um þetta, eða eitthvað sem að þessu laut, var ég að þvæla í allan vetur. En hvernig var þessu erindi tekið? munu margir spyrja. Ef ég mætti marka það á því, hvernig mér var tekið, þá væri ekki annað en gott um það að>

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.