Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Qupperneq 32
190
Kjartan Helgason:
iðunnt
að heiman. Ég hef ekki tíma til að lýsa allri þeirri
greiðvikni og hugulsemi, sem mér var sýnd, ekki afr
eins á stöku stað, heldur alstaðar. Og með stór-
gjöfum var ég leystur út, þegar ég fór alfarinn.
Samkomurnar voru prýðilega sóttar, hvenær sen*
svo hittist á, að veður og færð væri bærilegt. Þær
voru tiltölulega bezt sóttar í sveitunum — þar sem
eríiðleikarnir voru mestir, — en lakar í borgunum..
f einni lítilli sveit t. d., þar sem ekki voru til nema
120 sálir islenzkar, komu á samkomuna yfir 100;:
og þó voru veikindi á einum bænum, svo að enginn
kom þaðan. Af flestum hinum bæjunum hafa því
allir farið, bæði ungir og gamlir, enda hafði ég þar
fyrir áheyrendur hvitvoðunga á 1. ári. Og það var
algengt, að konurnar komu með öll börnin með sér.
Það var ekki lítið, sem fyrir þessu var haft: fyrst,.
að taka sig upp eftir vinnutíma á kvöldin — sam-
komurnar byrjuðu venjulega klukkan 8 — sitja þar
undir fyrirlestri og myndasýningu 3—4 tima; þar á
eftir voru oft ýms ræöuhöld og söngur, og stundum
að lokum kaffidrykkja fram á rauða nótt. MérógaðL
við að sjá þá konur og börn leggja af stað heim
út í náttmyrkrið, oflast í grimdar gaddi. Eg þóttist
góður, ef ég komst í rúmið, eftir slíkar sainkomur,.
klukkan 2. Og margir áltu oft lengia í náttstað en
ég. En ég fór ævinlega glaður af hverjum fundi,
glaður ekki eingöngu vegna þeirrar alúðar og vel-
vildar, sem mér var sýnd, heldur einkum af því, að
mér fánst ég hafa fullan samhug fólksins; yiirleitt
virtist mér það hafa skilning á því máli, sem ég var
að flytja. Mér var stundum kalt á leiðinni milli bæja,
en mér hefir ekki oft verið lilýrra innanbrjósts en á
mörgum samkomunum í bændabygðunum þar vestra.
Mér þótti ánægjulegt að standa þar frammi fyrir
fríðum hóp karla og kvenna, og sjá íslenzka svip-
inn; bláu augun og bjarta hárið, og andlitin full af