Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 38
196 Kjartan Helgason: IÐUNN ræðumann. Hann fór af þeim fundi hundskamm- aður, og enginn tók svari hans. Skömmu síðar fór hann norður til Njja-fslands með þennan fyrirlestur til að flytja hann sveitalýðnum, en fékk ekki betri byr þar, að því er ég frétti. — f*að er langt frá mér, að vilja gera lítið úr þessum manni. Mér féll einmitt vel við hann, það lítið ég kyntist honum síðar. En ég segi frá þessu fyrirlestra-haldi hans af því, að mér virtist það bera þess vott, að ekki væru þeir mjög margir, sem hugsuðu eins og hann. Og ýmis- legt fleira styrkti mig í þeirri skoðun. Þið hafið heyrt sagt frá Vestur-íslendingunum, sem unnu í vor sigurinn í skauta-leiknum (hockey) á alheims-íþróttamótinu í Antwerpen. Þeir eru allir reglulegir Kanada-menn, þótt af íslenzkum ættum séu, fæddir og uppaldir í Winnipeg, hafa lftið af íslandi að segja, og öllum var þeim miklu tamari ensk tunga en íslen/.k. En íslendingar vildu þeir þó vera. Þeir voru ófáanlegir til annars en að halda hóp, mynda sérflokk. Þeir áttu ekki að fá leyfi til þess í haust, þegar kappleikarnir byrjuðu vestra. En þeir sóttu það fast og höfðu sitt mál fram. Þeir kölluðu sig ísienzka, og gengu alt af undir því nafni: íslend- ingarnir eða íslenzku fálkarnir, hvar sem þeir reyndu íþrótt sína í vetur. Og alstaðar komu þeir fram þjóðfiokki sínum til sæmdar. Blöðin (ensku) voru full af loli um þá, ekki eingöngu fyrir hreysti, held- ur fyrir prúðmensku í leiknum. Vestur-íslendingar voru, sem von var, talsvert upp með sér af þessum hraustu drengjum og þjóðlegu. Og, satt að segja, datt þeim í hug, að íslendingar heima vildu nú sýna þeim einhvern sóma, t. d. gera þeim heimboð eftir fullnaðar-sigurinn. Og það heyrði ég haft eftir drengjunum, að meira mundi þeim hafa fundist til um slíkt heimboð, ef af því hefði orðið, heldur en um hvern annan sóma, sem þeim var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.