Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 40
198 Kjartan Helgason: IÐUNN Vestur-íslendingum sé að glæðast viljinn á að við- halda þjóðerni sínu, hvað skyldi þá vera því til fyrirstöðu, að það takist? Auðvitað eiga þeir við erfiðleika að etja. Þeir eru fáir á móts við aðra íbúa landsins, og þeir eru dreifðir um feikna-stórt land- flæmi. Það er vafalaust, að nokkuð margir af þeim glatast þjóðernislega, eða hverfa eins og dropi í sjóinn, einkum þeir, sem alast upp í stórborgunum. En svo margir eru Vestur-Islendingar, að þeir þola það, þótt nokkrir gangi úr skaftinu. Pað verður ekki bana- mein þjóðernisins. * Fyrir nokkrum áratugum var kveðinn upp dómur, eða réttara sagt spádómur um íslenzkuna hér á ís- landi. Pað var málfræðingurinn nafnfrægi Jakob Grimm, sem kom með hann. Ég get ekki tilfært hann oiðrétt, en hann var eitthvað á þá leið, að islenzkan hlyti að deyja út, eða verða að ómerkilegri mállýzku. Ef íslendingar ættu fyrir höndum, að komast inn í menningarstrauma Norðurálfunnar, þá gætu þeir ekki varðveilt tunguna; til þess væru þeir of fámennir.— Ég býst við, að þessi spádómur hafi á þeim tímum þótt sennilegur og vel rökstuddur. Iíg man eftir einu sinni á skóla-árum mínum, að ég hlustaði á kapp- ræðu milli tveggja manna um það, hvort ekki væri rétt af íslendingum hér heima, að skifta um tungu- mál, taka upp mál einhverrar stórþjóðarinnar, t. d. ensku. Annar mælti á móti, en hinn hélt því fram, að það væri bersýnilegur hagur og alls ekki óger- legt. Og ég gæti bezt trúað, að rökin, sem hann færði fyrir sínu máli, hafi þótt fult svo skýr og skiljanleg, einkum lítt mentuðum mönnum. En það sem þykir sennilegt eftir útreikningi kaldrar skyn- seminnar, reynist stundum heimska. Pegar æðstu og dýpstu tilfinningar manna eiga leik á borði, kemst skynsemin einatt í mát. Röksemdirnar verða mátt- lausar, þegar viljinn tekur í taumana. — Nú væri

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.