Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 41
3ÐUNN Frá Vestur-íslendingura. 199 víst erfitt að fá nokkurn íslending til að verja þann málstað, að nokkur væri bagur að skifta um tungu- mál. Við trúum víst engir á spádóm Jakobs Grimm, að íslenzkan hljóti að deyja út. En ég fyrir mitt leyti er nærri því eins vantrúaður á hinn spádóminn, sem nú hefir verið hrópaður hátt í mörgum áttum bæði austan hafs og vestan, að is- lenzkan í Vesturheimi hljóti að deyja út. — Ef sú hrakspá rætist, þá verður það fyrir handvömm, af einhverjum klaufaskap, vanrækslu og vanþekkingu, en ekki af neinni nauðsyn. Fræðsla er það, sem brýnust þörf er á, og ætti að verða aðal-hlutverk félaganna, sem starfa vilja að þjóðernismáli Vestur-íslendinga. Það þarf að sýna þeim, sem ekki hafa séð áður, inn í forðabúr ís- lenzkunnar, og kenna þeim að þekkja og skilja það dýrmætasla, sem þar er geymt. Þangað hefir norræn menning sótt það, sem hún á göfugast og svipmest, og þangað á hún enn margt dýrmætt að sækja. En engum eru þeir fjársjóðir auðsóttir, nema þeim, sem íslenzka tungu skilja. íslenzku-kunnáttan er bezti lykillinn að þeim andans auði, sem gefið hefir nor- rænu þjóðunum það, sem einna mest hefir aukið manngildi þeirra. Ef íslendingar fleygja frá sér þeim lykli, týna honum, eða láta hann ónotaðan, þá má með sanni segja um þá, að þeir vita ekki hvað þeir gera. En það þarf að láta þá vita; það þarf að fræða þá, sem ófróðir eru. Ekki er til neins að álasa þeim fyrir óþjóðrækni, eða kasta á þá þungum steini, sem glata tungu sinni og þjóðerni. En það á að sannfæra þá um það, að þeim sé það sjálfum tjón, ómetanlegt og óbætanlegt. Það þarf að sannfæra foreldrana um það, að þau séu að vanrækja helga skyldu sína, ef þau leitast ekki við að leiða börn sín að auðlindum íslenzkrar tungu, íslenzkra sagna og íslenzkra Ijóða bæði að fornu og nýju. — Þetta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.