Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 42
200 Ivjartan Helgason: IÐUNrí þarf auðvitað líka að kenna liér heima. Eða haldið1 þið, að vanþörf væri á því? En um það er ekki hér að ræða. Eg sagði áðan, að ég hefði ekki haft nema eitt erindi á hendi í vetur: að lala máli þjóðernisins, og. lítið sint öðru. í*að er satt; á virku dögunuin gerði ég vanalega ekki annað. En á helgum dögum hafði ég öðru að sinna. Hvar sem ég var staddur á sunnu- degi meðal íslendinga, þar var ég beðinn að prédika. það þótti nærri því sjálfsagt, og mér var það ekki óljúft. Vestur-íslendingar — þeir sem á annað borð eru í einhverjum söfnuði — eru kirkjuræknir, langt fram yfir það sem við eigum að venjast hér á landi nú á dögum. Það heyrist stundum sagt um Ameríku-menn, að þeir hugsi meira um dollarinn en alt annað. Og liklega er of mikið satt í því. En tvö ákugamál önn- ur átti fjöldi þeirra íslendinga, sem ég kyntist. Pau mál voru: Þjóðernið og kristindómurinn. Og mér fanst þetta tvent vera einkennilega samgróið i hug- um margra þeirra, fremur en ég hef áður átt að venjast. Mér íinst það skiljanlegt, að þau mál verði nátengd í hugum þeirra, sem búa fjarri ættjörð sinni; hvorttveggja er blandað nokkurskonar heimþrá. Sjaldan átti ég svo tal við nokkurn landa í næði, að ekki bæru þessi mál á góma. Mér var það ánægja, því að engin mál eru mér svo dýrmæt og heilög, sem þau tvö. — Það kom sér líka bezt fyrir mig, að mér væru það ekki nauðungarmál, er ég hafði að flytja. Ef mér hefði verið verkið ógeðfell, sem ég hafði á hendi í vetur, þá keld ég, að ég hefði geíist upp áður en veturinn var hálfnaður. — En ég vil ekki þreyta ykkur lengur með málalengingum. Eitt á ég þó eftir, sem ég má ekki gleyma. það er að skila kveðjunum að vestan. Á hverri samkomu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.