Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 50
IÐUNN Tímatal í jarðfræðinni. Eítir Guðm. G. Bárðarson. [Niöurl.] Rannsóknir, sem gerðar hafa verið síðustu ár á hinum einkennilegu geislaefnnm (uranium, radium, thorium) hafa opnað efnafræðingum nýja heima, sem þá varla hafði dreymt um áður. Undrageislar þeir, sem frá efnum þessum stafa, hafa og beint læknisfræðinni inn á nýjar brautir og komið sem vonargeislar til margra þeirra, sem þjáðust af mein- um, er áður voru talin ólæknandi (radium lækuingar). Geisla-efnisrannsóknirnar virðast einnig ætla að hafa nokkra þýðingu fyrir jarðfræðina. Meðal annars ■hafa þær bent jarðfræðingum á nýja leið til að reikna út aldur ýmissa steina- og bergtegunda. Slíkar aldurs- rannsóknir með tilstyrk geislaefnanna eru enn á til- raunastigi, svo eigi er auðið að segja, hve mikils megi vænta af þeim. Höfuð-geislaefnin ern þrjú: Uranium, aktinium og thorium. Við hvert þessara efna eru tengd all-mörg geislaefni önnur, er álitið er að myndist af þeim, um leið og þau stafa frá sér geislum sínum. Uranium og frumefnaflokkur þess hefir verið bezt rannsakað, og geislaefni úr þeim flokki hafa einna mesla þýðingu fyrir læknisfræðina (radium). Geisla-frumefnin senda frá sér þrennskonar geisla, alfa, beta og gamma-geislar eru þeir nefndir. Beta- og gamma-geislarnir rýra ekki neitt, sem heitir, frumefni það, er þeir stafa fiá, en alfa-geislarnir rýra geislagjafann eða eyða sjálfu geislafrumefninu, því í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.