Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 51
3IÐUNN G. G. B: Tímatal í jarðfræðinni. 209 raun réttri eru alfa-geislarnir örsmáar efnisagnir þrungnar rafurmagni (rafmagnseindir; elektron) er sundrast hafa úr frumeindum (atom) geislaefnisins. Efnisagnir þær, sem þannig hafa sagt lausu, reisa svo bú fyrir sig, þ. e. mynda nýtt gaskent frumefni, sem nefnt hefir verið helium. Uranium er þyngst allra þeirra frumefna, sem menn þekkja. Eindaþungi (atomvægt) er 238.5 -(eindaþungi vatnsefnisins er 1). Við útgeislun alfa- geislanna frá úranium léttast frumeindir þess, sem svarar þeim rafmagnseindum, er losna úr læðingi með alfa-geislunum og breytist í helium, og á þann hátt breytist úranium í annað léttara frumefni, er kallað er úranium II (eindaþungi þess 234.5), við frekari útgeislun breytist svo úranium II í ionium (eindaþ. 330.s) og við áframhaldandi alfa-geislun myndast svo radium (eindaþ. 226.s), hið eimkenda efni niton (eindaþ. 222), radium A. (eindaþ. 218). Radium C. (eindaþ. 214) og radium F. eða polonium ^eindaþ. 210). Aftan í þessa frumefnalest hnýta efna- fræðingar blýinu (eindaþ. 207). Iteyndar hefir mönn- um ekki tekist að fylgja breytingunni frá radium til blýsins, en við efnabreytingu þá, er verður á geisla- efnum úranium-flokksins, um leið og þau senda frá sér geisla sína, kemur blý í Ijós jafnhliða helium. Er því talið víst, að það sé síðasti Iiðurinn í efnaröð úranium-llokksins, og myndist af útkulnuðum efnis- eindum geislaefnanna, er eytt hafa að fullu geisla- orku sinni.1) Helium myndast einnig við útgeislun alfa-geisla frá aktium og thorium, en önnur fullmynduð efni, er eigi taki frekari breytingum, þekkjast ekki í flokki þessara tveggja geislaefna. Með nákvæmum rannsóknum hafa efnafræðingar 1) Frá geislaefnunuin er nánar sagt i Iöunni 1915 og Eimreiöinni 1919, löunn VI.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.