Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 52
210 Guðm. G. Bárðarson. IÐUNN fundið hve mikið af helium geti myndasl í alt úr ákveðnum þunga (t. d. 1 grammi) af ofannefndum geislaefnum, og eins hve lengi ákveðið mál (t. d. teningsmiliimeter = mm3) af helium sé að myndast úr vissum þunga af efnum þessum. Á sama hátt hafa menn fundið, hve mikið af blýi geti myndast úr ákveðnum þunga af úranium og hve langan tíma það sé að myndast. Úr hverri frumeind af úranium geta myndast 8 helium frumeindir og 1 frumeind af blýi. 1 gramm af úranium getur myndað á einu ári n/ioo.ooo hluta úr teningsmillmetra (mm3) af helium eða 11 mm3 á 100.000 árum. Sama þyngd af úranium framleiðir á ári 0,000 000 000 125 gr. af blýi. 1 gr. af thorium framleiðir á ári um 3/ioo.ooo hluta úr mm3 af helium eða 3 mm3 á 100 þús. árum. Við aldurs-ákvörðun bergtegunda og steina með tilstyrk geislaefnanna er gengið út frá því, að hvorki blý eða lielium hafi verið í bergtegund þeirri, sem reynd er, þegar hún myndaðist í upphafi, heldur að eins geislafrumefnin sjálf (úranium og thorium), og siðan hafi hin fyrnefndu afleiðsluefni þeirra (helium og blý) smám saman verið að myndast. Einnig er bygt á þvi, að afleiðsluefnin liafi ekki farið forgörð- um, heldur varðveitist óskert í bergtegundinni frá því þau fyrst tóku að myndast. Reyndar hafa menn fundið, að þessi reiknings- undirstaða er ekki fyllilega örugg. Helium rýrnar nokkuð í ýmsum bergtegundum, og mjög eru berg- tegundirnar mishæfar til að geyma helium. Til aldurs- ákvarðana verður því að velja þær steintegundir, er helium varðveitist bezt í. Hitt mun miklu sjaldgæf- ara, að lielium sé í steinum, þegar þeir myndast. Stöku steintegundir (t. d. beryl) eru þó all-ríkar af helium, án þess í þeim sé geislaefni að nokkru ráði- Halda menn, að í þeim hafi verið geislaefni í fyrstu,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.