Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 61
IÐUNN Trú og sannanir. 219 bað hann um mót í deiga krít, sem var á undirskál; kom þá far í krítina eins og eftir stórutá á stúlku, og sáust förin eftir bandið í sokknum. 1 daufu, rauðu Ijósi gat stúlkan hæglega lætt svörtum fæti, án þess að sæist, inn undir borðið; en svartur sokkur hefði stungið í stúf við hvítan vasaklút og því gátu »and- arnircc ekki hreyft liann. Stúlkan þyngdist nákvæm- lega að sama skapi og hlutirnir vógu, sem lyft var, og hún léttist að því skapi, sem hún gat tylt niður tánum. Crawford er dáinn en stúlkan liíir og vænt- anlega gefur hún fleirum kost á að rannsaka sig og þá að líkindum með betri rannsóknar-skilyrðum. ■Og hver veit, hvað þá kann að koma á daginn? Biðum rólegir átekta. 2. Manngervingar. Miðilsferill Evu C. E*á er komið að kjmlegustu fyrirbrigðunum, hin- um svonefndu manngervingum eða lioldgunarfyrir- brigðum og því, sem andalrúarmenn nefna veiga- mestu »sannanirnar« fyrir sínum málstað, enda væri það óefað veigamesta sönnunin, ef unt væri að sýna fram á, að andar væru valdir að þessum mann- gervingum. En hér fer sem oftar fyrir þeim, þegar á á að herða, að miðlarnir verða uppvísir að svikum. í »Morgni«, 2. og 3. h. I. árg., minti hr. E. H. K. á helzta holdgunar-miðilinn, sem fram hefir komið nú á síðari árum, Evu C. Raunar var þetta ekki í góðu skyni gert, heldur til þess að reyna að finna mótsögn og vanþekking hjá mér. Hr. E. H. K. hélt, að ég vissi ekki, að Eva C. væri sama stúlkan og Marlhe Béraud, sú sem lék listir sínar í Algier 1905, og fanst mótsögn í því, að ég bar Mörthu svik á brýn í »Andatrúin kruíincc, en lét ekkert uppi um svik hjá Evu C., heldur lét mér nægja að skýra frá rannsóknum Schrenck-Notzings á henni í Andvara- ritgerð minni 1914. En þetta var af því, að þá lá

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.